sunnudagur, apríl 16, 2006

Gleðilega páksa, - já börnin sitja og horfa á barnaefnið og borða sín egg af miklum móð, vöknuðu klukkan 8.00 og fundu sín egg glöð og ánægð. Eggin voru falin í gærkvöldi þó með erfiðismunum því helv.... eggin eru í svo brakandi sellófani að það er ekki nokkur leið að laumast um með þau. Held ég eigi þægustu börn í heimi, ég sagði þeim í gærkvöldi að páksahérinn feldi eggin þeirra og þau sögðu að þau vissu alveg að við Halli værum páskahérarnir og þess vegna varð ég að hoppa eins og héri í gærkvöldi eftir lesturinn og bænirnar, - mjög gaman. Ég sagði þeim líka að þau yrðu að borða morgunmat áður en þau borðuðu eggin sín og það gerðu þau orðalaust í morgun.
Eiríkur fermignardrengur er þó hinn rólegasti en vill fara skoða fjölskyldualbúmin til að þekkja fólkið sem kemur í ferminguna...ætli dagurinn fari ekki í það. Ef ekki væru fermingarveislur myndi enginn unglingur þekkja ættingja sína svei mér þá.
Ég ráfaði um í Smáralind í gær til að finna mér leppa fyrir fermignuna, einkendist ferðin af því að toga í litlar flíkur á herðatrjám með vanþóknunarsvip, tilheyrandi stunum og andvörpum, paufast sveitt og geðill í allt of þröngum mátunarklefum, jesúsa sig yfir eigin vaxtarlagi sem er ekki í líkingu við Cindy Crawford, og als ekki í líkingu við sniðin í búðunum. Ég stefni á að móta nýtt hugarfar og vera mætt strax aftur á þriðjudagsmorgun galvösk....ég er eins og ég er og verð bara að sætta mig við þau ósköp.
Guð blessi ykkur og gleðilega páksa !
GUNNA

mánudagur, nóvember 28, 2005

Klukk klukk.......5 staðreyndir um sjálfa mig , - allt of seint, leikurinn örugglega löngu búin.....................jú ég er óstundvís, vesenisti, flækjufótur, óákveðin og með ákvarðanakvíða, það eru fimm staðreyndir, allar neikvæðar, það gengur ekki, - ég ætla að hafa þær allar jákvæðar, er það ekki miklu skemmtilegra ? Staðreyndirnar eru ekki í neinni röð eftir mikilvægi, enda allar jafn mikilvægar.

1. Ég samviskusöm og líður best þegar ég er nýbúið að taka til heima hjá mér eða að nýloknu verki, þrífst best í hreinu umhverfi og vil hafa reglu á hlutunum í kringum mig, þoli illa óreiðu enda meyja fram í fingurgóma að því leiti, finnst óþolandi þegar fólk gengur illa um.
2. Ég er algjör Íslandsfan, - ég elska Ísland og þegar ég heyri ljóð og lög um landið mitt sungið af t.d. kór eða einsöngvara þá fæ ég stóran kökk í hálsinn og tárast jafnvel, blessuð sértu sveitin mín, hver á sér fegra föðurland, ó land vors Guðs o.s.fvr... ég fyllist lotningu yfir lágvöxnu grasi á hálendinu og veðravítum og ég dáist að litum fjallana, ég elska sveitir landins og mannlífið þar......(er ekki á neinu !!).
3. Ég elska heitt bað með ilmolíum eða nærandi baðsalti og kertaljósi, verð að komast í baðker a.m.k. 5 sinnum í viku. Þetta er mín slökun, mín stund.
4. Ég elska danska sjónvarpsþætti og bíómyndir og þá svara ég ekki í síman eða er til viðtals yfirhöfuð.
5. Númer 5 er staðreynd sem er mjög dulin, meira segja mér.....mér finnst gott að vera ein, hlusta á Söru Brightman og lesa góða bók.

Þá vitið þið það !!! Ég klukka Agnetu, Júlíönu og Sigrúnu Sól....

miðvikudagur, september 21, 2005

21. september og ég er orðin 41 árs gömul, - fer að teljast með gömlum frænkum....eða hvað ? Erfitt var að verða 40 ára en 41 er mjög skrítin tilfinning. Tíminn líður svo hratt, hann líður alltaf hraðar og hraðar, -
Fullt af pökkum frá fjölskylunni í morgun, opnaði einn og var í honum rauð dúnúlpa sem ég mun skarta í vetur í kulda og skefrenningi, nú er það liðin tíð að maður norpi helblár í smart jakka og flegnum bol um hávetur. Ég hef ekki átt úlpu í mörg ár svo ég hlakka til vetrarins hugsið ykkur. Í gær fóru Halli og Jóhanna í Smáralind til að verlsa afmælisgjöf handa mér en Óttar var hjá vini sínum og Eiríkur einhversstaðar úti. Eftir kvöldmat segir Halli við Óttar og Jóhönnu hvort þau vilji ekki gera kort á pakkana og þá segir Óttar , - ég keypti engan pakka, Jú segir Jóhanna, Óttar sagði þá, ég veit ekki hvað er í honum ! Þá segir Jóhanna, það eru náttskór, - og þegar hún hefur sleppt orðinu sá hún að sér vegna þess hún sat í fanginu á mér, greip um munninn og fór að hágráta, svo leiðinlegt fannst henni að hafa misst þetta út úr sér..........maður getur nú ekki annað en brosað inní sér og huggað svona fallega sál...ég verð að vera steinhissa þegar ég opna pakkan með náttskónum...
Ég var svo í gærkvöldi að baka marengsa, steikja, sjóða og mauka grænmeti í súpu og baka súkkulaðiköku handa yngri kynslóðinni.
I love my life !!
GUNNA

sunnudagur, júlí 24, 2005

Bona dias !!! Vid erum stodd a Spani familian og hofum tad ogedslega gott. Vid leigdum bilaleigubil sem er med sollugu og aircondition, og erum med betra moti.. Peagot 307 5-7 mans...vid leigjum ibud i tysku hverfi med adgang ad sundlaug og alles....tjodverjar eru frekar til leidinda, ruhe, ruhe, ruhe und ordnung eru i fyrirrumi og ibuar fremur i eldri kanntinum og allt tad en tetta er fint. Tetta er rolegt hverfi og tar spigspora oryggisverdir um a nokkra minutna fresti svo allir seu oryggir. Vid forum a strondina i dag, sidan i laugina og sidan i beainn til ad setja Afro-flettur i einkadotturina. Vid erum buin ad fara i mollid og kaupa tviliku dressin a lidin og a markad og kaupa ACDC boli og Guns and Roses boli a unglinginn svo allir eru gladir. Nu er timinn lidinn a netkaffinu, - godar stundir og allt tad. GUNNA og Famili

fimmtudagur, maí 26, 2005

Góðir hálsar,
Langt er síðan maður hefur bloggða ó mæ god.....enda lítlu frá að segja. Jú mamma varð 60 ára þann 13. maí og var efnt til veislu mikillar þar sem fjöldi manns kom saman og skemmti sér hið besta. Þar söng ég í fyrsta sinn á sviði á minni ævi og svei mér þá ég fíla það bara vel. Verra var að lenda í partýi á eftir og koma seint og illa heim og eyðileggja daginn eftir svo gjörsamlega........en það kemur ekki oft fyrir svo ég á örugglega ennþá örugga vist á himnum ......eða hvað ??
Sonur minn varð unglingur síðustu helgi, fór í Kringluna með strætó seinnipart föstudags og keypti sér hettupeysu með hauskúpu á, svitaband sem á stóð ?School is shit?, geilsadisk með Velvet revolver og myndband með ACDC, fór á Subway og fékk sér sjeik. Þetta greiddi hann allt saman sjálfur uppúr sínum úttroðnu vösum, enda búin að bera út Fréttablaðið hörðum höndum um langa hríð. Við splæstum svo í rándýrar og fínar buxur úr Mótor til að fullkomna lúkkið. Hann var voðalega ánægður með sig og mér finnst hann vera sætasti unglingur sem ég hef séð og með sama tónlistarsmekk og mamma sín.....lúkkið komið en attitjúdið í mótun...Guð hjálpi mér þá!!
Gangið á Guðs vegum..
GUNNA

sunnudagur, apríl 10, 2005

Góðir lesarar,
já maður er ekki alveg að standa sig í bloggskrifum þessa dagana, enda í mörgu að snúast á þessum árstíma hér í fjallabænum. Öll börnin hafa nú átt afmæli, Óttar fyrstu á bjórdaginn 1. mars og er hann núna 6 ára gamall blessaður, með brúnu augun sín og rólega skap. Haldið var uppá afmælið með fótboltaköku og fjölda vina og ættingja, Óttar er nefnilega frekar vinsæll hérna í hverfinu og eru undantekningalaust einhverjir strákar í heimsókn á hverjum degi hjá honum, nema aftakaveður hamli því bókstaflega, þó hafa fokið hingað hörðustu naglar.......
Næst kom Jóhanna Sigrún 4. apríl og varð hún 4 ára prinsessa og fannst það ekki leiðinlegt. Þá var bleik barbíkaka sem stúlkan skreytti sjálf og var mjög hreykin af, enda stóð barbídúkka með ofurbrjóst og í stuttum bleikdoppóttum kjól í miðri tertunni !! Hún hafði fengið neðanþvott og fótsnyrtingu áður en henni var stungið í kökuna, - tek það fram !! Hún var alsæl með afmælið sitt og ánægð.
Eiríkur var svo síðastur á föstudaginn var ,13 ára gamall, og þá komu 11 strákar í afmæli, átu snakk og gláptu á vídeó, átu pizzu, ropuðu og fengu svo nammi, - fóru svo loks í fótbolta útá gerfigrasvöll og djöfluðust þar til kla 21,30 og voru þá allir alsælir og glaðir með daginn.
Já maður er alltaf voða glaður þegar afmæli takast vel og afmælisbörnin eru ánægð með sig og sitt.....
Fjölskyldan bókaði ferð til Spánar í gær, - 2 vikna ferð til Torreveija, þar leigjum við íbúð með aðgangi að sundlaug, leigjum bíl og slöppum af. Ég sá fyrir mér að ef við yrðum heima þá færum við að helluleggja, setja í loftin eða puða eitthvað og gelymum að slappa af og njóta lífsins.....mæta svo aftur í vinnuna kúguppgefin.....svo af stað skal haldið í sól og sumaryl. Get ekki beðið eftir sumrinu, fara í útilegur, vera úti á svölum eða útí garði,- ég hlakka svo til........
knús
GUNNA

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Fegrunarhelgi framundan og veitir ekki af...............er að fara í bústaði tvo með litunarklúbbnum, - það eru við frænkurnar í móðurætt sem hittumst reglulega og litum á okkur augnhár og brúnir. Nú er sum sé meiningin að fara á Flúði og verja helginni í hverskonar fegrun, - það á að setja á sig maska, lita brúnir og brár, reyta kálfa og kantskera, ef til vill lita höfuðhárin.... Skipulögð dagskrá er allan tíman, heilsugöngur, pottferðir og kvöldvaka með tilheyrandi glaumi og gleði. Þáttaka er gífurleg og við verðum samtals 12 gellur svo ekki mun okkur leiðast. Ég hlakka mikið til enda ekki farið í húsmæðraorlof í mörg mörg mörg ár, ef nokkurn tíma. Svo kemur maður endurnærður og undurfagur heim á sunnudegi.............yfirskrift ferðarinnar er nefnilega : förum ljótar - komum sætar !! ha ha ha ............
adjö
GUNNA