miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Komiði nú blessuð og sísæl ágætu lesendur,
nú eru 5 dagar liðnir frá ættarpartýinu góða og ég er svona rétt að jafna mig.........þetta var hið skemmtilegasta partý eins og okkar er von og vísa. Sérstaklega var spurningakeppnin skemmtileg og nafnaleikurinn. Ekki spillti fyrir að enda á góðum jarðskjálfta. Alveg er Bekka drepfyndin bloggari...að öðrum að sjálfsögðu ólöstuðum. Nú er Þórdís að vinna sínar síðustu klukkustundir hjá því fína fína fína fína fyrirtæki Jarðborunum hf. (sem er hlutafélag á markaði og örugglega það besta besta besta.............!!!) Það verður mikil eftirsjá af henni, hún er bæði dugleg og skemmtileg. Hún hefur sýnt frábæra takta við ljósritunarvélina og einstaka tilburði við bókhald félagsins......er það einlæg von hluthafa að gengi hlutabréfa hækki til muna vegna þessa.
Jæja nóg af röfli og bulli,,,,
Jóhann hennar Þuru systur á afmæli í dag og fær hann hinar bestu kveðjur frá mér yfir veraldarvefinn. Þura hefur staðið í bakstir á marengsum og pizzusnúðum svo dögum skiptir og fá nú menn að njóta þess í dag með Jóhanni. Til hamingju Jóhann frændi... ! ! !
GUNNA
fimmtudagur, ágúst 21, 2003

Halló halló...........er einhver þarna úti á vefnum....sem er ekki NÖRD?????
Jæja það stendur enn eitt partýið fyrir dyrum, meira djammið á manni, gamalli konunni....ég þarf að fara á heilsuhæli í Hveragerði eftir þetta allt saman. Nú er meiningin að barnabörn Guðrúnar í Holti og Einars frá Hermundarfelli hittist og "geri sér glatt undir hjalla". Við erum nefnilega einstaklega skemmtilegt fólk, söngelskt og með frábæra kímnigáfu svo eitthvað sé nú nefnt. Nefndin er sveitt við að útbúa söngbók skilst mér og vonandi er hún að æfa skemmtiatriði svo við getum virkilega haft það gott, gerum samt ekkert sem við gætum séð eftir og "nagað okkur í handakrikana" útaf eða þannig.......göngum hægt um gleðinnar dyr og njótum
GUNNA

miðvikudagur, ágúst 20, 2003

..................komið þið sælir netfýklar, bloggarar og aðrir forvitnir einstaklingar.

það er ekkert að gerast hjá mér þessa dagana, ég vinn, kem heim og laga til í 2-3 klst, elda mat, hátta börnin og glápi svo á sjónvarpið, fer svo að sofa...sum sé ekkert sérstakt að gerast kringum mig. En maður má blogga þó ekkert sé tilefni er það ekki ???
En ég get sagt ykkur frá skoðun minni á hundahaldi í borginni.......ég er sko á móti því alfarið. Ég er trekk í trekk að mæta alkyns hundum lausum og á fótum mínum fjör að launa. Hundahaldarar segja að hundarnir séu svo góðir eða þeir svo flinkir hundahaldarar að það þurfi ekki að hafa þá í bandi, því stærri sem hundurinn er því stoltari er eigandinn. Hvað með þá sem eru hræddir við hunda eða vilja ekki hafa hunda? Oft hafa birst inni garðinum hjá mér ofurstórir sheffer-hundar, labradorar og pulsu-hundar og börnin rekið upp skaðræðisöskur af hræðslu. Hvert er frelsi okkar hinna í borginni ?? Hundahaldarar hafa verið að kvarta í Fréttablaðinu um að ef hundurinn sleppur er hann settur í hundaathvarf þar sem kostar 20,000,- að leysa hann út og finnst þeim það óréttlátt. Mér finnst það gott á þá, þeir passa hundinn ekki nógu vel og ættu að læra af þessu. Hundaeigendur hafa einnig fengið ábendingar um að fólk vilji ekki láta viðra hunda í nágreni við útivistarsvæði og þeir brugðist við hinir verstu. Hver vill skripla í hundaskít á góðviðrisdegi í gönguferðinni sinni?? Nei hundar eiga ekki heima í borg....
Jæja hef nú fengið smá útrás á skoðunum mínum.......þungu fargi af mér létt,,,,,,,,
Hver er þín skoðun???
GUNNA

föstudagur, ágúst 15, 2003

Kæri veraldarvefur...............(alveg eins og "kæri póstur" í gamla daga í vikunni........)
Sko ég stend mig illa í blogginu hef ég heyrt og ég er virkilega í sálarkreppu útaf þessu öllu saman.........það var einmitt það sem mig vantaði að hafa samviskubit..........ég er með 769 samviskubit ! ! ! Er ekki hægt að fá töflur við þessu ??? Hvað er Decode að pæla ........það er bullandi markaður fyrir samviskutöflur, það er ég viss um. Nei bull og vitleysa...........ég er bara ein af þessum konum sem eru útivinnandi, með ung börn, nýbúin að byggja og með tvö fyrirtæki á herðunum og stressið eftir því.... er ekki einhver með töfralausn handa mér................... (ég vil sko helst ekki fara í dópið !!!)
Nú stefnan er tekin á Freyjugötuna í kvöld, Þórdís að fara af landi brott og er meiningin að fagna því. Ég er sum sé að fara í partý með börnunum sem ég passaði...............er maður gamall eða hvað............Ég fæ sum sé að sjá hvernig unga fólkið skemmtir sér og það er mjög fróðlegt. eru menn enn að syngja "Hvað er svo glatt" og "Ég vitja þín æska.....???? ......eða eru menn að rappa og taka í nös............??????????? Hlakka til að upplifa þetta allt saman.....
Jæja er að blogga í miklum flýti.............
GUNNA

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Ævinlega margblessaður og sísæll ágæti veraldarvefur !

Mér skilst á Þórdísi frænku minni að það sé skylda mín sem meðlimur í "bloggurunum" að blogga reglulega og hef ég illan grun um að nú sé ég í djúpum ..............þrátt fyrir reglusemi á "flestum" öðrum sviðum þjóðfélagsins! ! ! Mér skilst að það sé verið að skipuleggja partý heima hjá mér og ég vona ég verði heima ! Það er sannarlega tími til að við hittumst systkynabörnin og gerum okkur glatt undir hjalla ! !
Nú er fjölskyldan mín að fara í bústað Jarðborana hf á Flúðum í eina viku svo ég bið góðfúslega um frí hjá Mr. Blog nokkra daga.
GUNNA