..................komið þið sælir netfýklar, bloggarar og aðrir forvitnir einstaklingar.
það er ekkert að gerast hjá mér þessa dagana, ég vinn, kem heim og laga til í 2-3 klst, elda mat, hátta börnin og glápi svo á sjónvarpið, fer svo að sofa...sum sé ekkert sérstakt að gerast kringum mig. En maður má blogga þó ekkert sé tilefni er það ekki ???
En ég get sagt ykkur frá skoðun minni á hundahaldi í borginni.......ég er sko á móti því alfarið. Ég er trekk í trekk að mæta alkyns hundum lausum og á fótum mínum fjör að launa. Hundahaldarar segja að hundarnir séu svo góðir eða þeir svo flinkir hundahaldarar að það þurfi ekki að hafa þá í bandi, því stærri sem hundurinn er því stoltari er eigandinn. Hvað með þá sem eru hræddir við hunda eða vilja ekki hafa hunda? Oft hafa birst inni garðinum hjá mér ofurstórir sheffer-hundar, labradorar og pulsu-hundar og börnin rekið upp skaðræðisöskur af hræðslu. Hvert er frelsi okkar hinna í borginni ?? Hundahaldarar hafa verið að kvarta í Fréttablaðinu um að ef hundurinn sleppur er hann settur í hundaathvarf þar sem kostar 20,000,- að leysa hann út og finnst þeim það óréttlátt. Mér finnst það gott á þá, þeir passa hundinn ekki nógu vel og ættu að læra af þessu. Hundaeigendur hafa einnig fengið ábendingar um að fólk vilji ekki láta viðra hunda í nágreni við útivistarsvæði og þeir brugðist við hinir verstu. Hver vill skripla í hundaskít á góðviðrisdegi í gönguferðinni sinni?? Nei hundar eiga ekki heima í borg....
Jæja hef nú fengið smá útrás á skoðunum mínum.......þungu fargi af mér létt,,,,,,,,
Hver er þín skoðun???
GUNNA
Af Fjallabæjarfólki.......
Gunna bloggar úr Grafarholtinu...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home