fimmtudagur, ágúst 21, 2003

Halló halló...........er einhver þarna úti á vefnum....sem er ekki NÖRD?????
Jæja það stendur enn eitt partýið fyrir dyrum, meira djammið á manni, gamalli konunni....ég þarf að fara á heilsuhæli í Hveragerði eftir þetta allt saman. Nú er meiningin að barnabörn Guðrúnar í Holti og Einars frá Hermundarfelli hittist og "geri sér glatt undir hjalla". Við erum nefnilega einstaklega skemmtilegt fólk, söngelskt og með frábæra kímnigáfu svo eitthvað sé nú nefnt. Nefndin er sveitt við að útbúa söngbók skilst mér og vonandi er hún að æfa skemmtiatriði svo við getum virkilega haft það gott, gerum samt ekkert sem við gætum séð eftir og "nagað okkur í handakrikana" útaf eða þannig.......göngum hægt um gleðinnar dyr og njótum
GUNNA

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home