miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Komiði nú blessuð og sísæl ágætu lesendur,
nú eru 5 dagar liðnir frá ættarpartýinu góða og ég er svona rétt að jafna mig.........þetta var hið skemmtilegasta partý eins og okkar er von og vísa. Sérstaklega var spurningakeppnin skemmtileg og nafnaleikurinn. Ekki spillti fyrir að enda á góðum jarðskjálfta. Alveg er Bekka drepfyndin bloggari...að öðrum að sjálfsögðu ólöstuðum. Nú er Þórdís að vinna sínar síðustu klukkustundir hjá því fína fína fína fína fyrirtæki Jarðborunum hf. (sem er hlutafélag á markaði og örugglega það besta besta besta.............!!!) Það verður mikil eftirsjá af henni, hún er bæði dugleg og skemmtileg. Hún hefur sýnt frábæra takta við ljósritunarvélina og einstaka tilburði við bókhald félagsins......er það einlæg von hluthafa að gengi hlutabréfa hækki til muna vegna þessa.
Jæja nóg af röfli og bulli,,,,
Jóhann hennar Þuru systur á afmæli í dag og fær hann hinar bestu kveðjur frá mér yfir veraldarvefinn. Þura hefur staðið í bakstir á marengsum og pizzusnúðum svo dögum skiptir og fá nú menn að njóta þess í dag með Jóhanni. Til hamingju Jóhann frændi... ! ! !
GUNNA
0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home