föstudagur, ágúst 15, 2003

Kæri veraldarvefur...............(alveg eins og "kæri póstur" í gamla daga í vikunni........)
Sko ég stend mig illa í blogginu hef ég heyrt og ég er virkilega í sálarkreppu útaf þessu öllu saman.........það var einmitt það sem mig vantaði að hafa samviskubit..........ég er með 769 samviskubit ! ! ! Er ekki hægt að fá töflur við þessu ??? Hvað er Decode að pæla ........það er bullandi markaður fyrir samviskutöflur, það er ég viss um. Nei bull og vitleysa...........ég er bara ein af þessum konum sem eru útivinnandi, með ung börn, nýbúin að byggja og með tvö fyrirtæki á herðunum og stressið eftir því.... er ekki einhver með töfralausn handa mér................... (ég vil sko helst ekki fara í dópið !!!)
Nú stefnan er tekin á Freyjugötuna í kvöld, Þórdís að fara af landi brott og er meiningin að fagna því. Ég er sum sé að fara í partý með börnunum sem ég passaði...............er maður gamall eða hvað............Ég fæ sum sé að sjá hvernig unga fólkið skemmtir sér og það er mjög fróðlegt. eru menn enn að syngja "Hvað er svo glatt" og "Ég vitja þín æska.....???? ......eða eru menn að rappa og taka í nös............??????????? Hlakka til að upplifa þetta allt saman.....
Jæja er að blogga í miklum flýti.............
GUNNA

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home