þriðjudagur, september 30, 2003

Heilir og sælir bloggarar....
það er sama hvert maður fer að alltaf er maður skammaður fyrir lítið blogg.......ég hélt að gæðin skiptu máli ekki magnið !!! Ég er um þessar mundir á Dale Carnegie námskeiði, lét verða af því loksin enda langað á svona námskeið í 20 ár. Nú þetta er mjög skemmtilegt námskeið og maður fyllist eldmóði og jákvæðni sem er nú aldrei of mikið af í dagleg lífi. Þetta er námskeið sem var auglýst á femin.is og þar eru bara konur. Á namskeiðinu lærir maður að halda ræður og fær í kaupbæti sjálfstraust..........getur það verið betra ??
Við hjónin fórum á fjöll um helgina, vorum í fjallakofa á Landamannaafrétt, nánar tiltekið Landmannahelli. Við vorum að vinna og vorum barnlaus, pabbi og mamma voru með börnin. Við smíðuðum hluta af þakkanti á einn kofa og negldum undir hann og settum upp þakrennur, gengum frá borðum og gangstéttum og fleira. Þetta var þrælapúl en alltaf gott að komast í kyrrðina og fjallaloftið og fá að hugsa bara um sjálfan sig og ekki heimili og börn í 2 daga. Maður fær svokallaða fjallasýki af að fara svona á fjöll, kyrrðin og fegurðin er ótrúleg. Við vorum líka mjög heppin með veður, snjóföl yfir öllu, sól og blíða.......dásamlegt. Til okkar á laugardaginn komu pólskir puttalingar..........já á þessum árstíma. Þetta var ungt par, hún var að læra landafræði og hafði dreymt að fara til Íslands í mörg ár og hann var að læra rússnesku. Þau áttu engan pening og höfðu gist í fjárhúsi nóttin áður (minnir á annað par fyrir 2003 árum). Halli fékk þá snilldarhugmynd að láta þau vinna fyrir gistingu sem þau fegin vildu. Þegar þau voru búin að vinna bauð Halli þeim í fjallakaffi (landi, púðursykur og kaffi ) og höfðu þau sjaldan fengið berti viðurgjörning á öllu Íslandi og fóru frá okkur rjóð í kinnum og alsæl............
Það er engin friður til að blogga....................verð að hætta...........
Gangið á Guðs vegum,
GUNNA