fimmtudagur, október 09, 2003

Góðan dag Vefur, hvað segir þú gott í dag?
Steinunn systir mín átti afmæli 7. október og varð 40 ára blessunin. Hún er í augnablikinu í Portugal og spókar sig þar með öðru afmælisbarni, - samtals eru þau áttræð !!!
GUNNA

föstudagur, október 03, 2003

Hann á afmæli í dag
hann á afmlæli í dag,
hann á afmæli hann pabbi
hann á afmæli í dag

Já hann pabbi er 63 ára í dag og er á leiðinni austur á Þórshöfn til að vera við jarðaför Árna í Holti. Pabbi hefur oft sagt okkur mjög skemmtilegar sögur úr Holti og gætt þær lífi á sinn sérstaka hátt, með því tildæmis að leika kálfinn sem fór í Svalbarðsá (leikur klaufir og hala sem birtast í flúðum og gusugangi !) , herma eftir persónum í sögunum með látbragði og tilþrifum....... meira segja Eiríkur veltist um að hlátri og finnst þessar sögur mjög skemmtilegar. Pabbi á margar góðar minningar úr Holti sem enn ylja honum um hjartarætur og það er nú mikils virði.
Þetta er bara það sem er mér ofarlega í huga núna í dag. Ég kemst ekki á jarðaför Árna en kveð hann í huganum.

Friðgreir á líka afmæli í dag og sendi ég honum bestu afmæliskveðjur með laginu: "Á Spáni" með Halla og Ladda.!!!!!!

Eigið góðan dag og gangið á Guðs vegum,

GUNNA