Sælir eru netvafrarar því þeirra er ríkið !!!
Annars mikið að gera þessa dagana, Hannes og Óttar Páll ofurkrútt hafa verið hjá okkur síðan á laugardag og það er voða gaman að hafa þá feðga, eru þeir bæði fyndnir og skemmtilegir. Óttar Páll segir alltaf “det” (þetta) og “farvel” (bless) og er það mjög sætt. Þeir fara á laugardaginn og ég hef ekki verið svo fyrirhyggjusöm að vera búin að kaupa jólagjafi eða neitt til að senda hann með.
Karlmenn eru ótrúlegir, í gær fer ég niður á neðri hæðina og fer að stússast í þvotti, láta renna í bað fyrir mig og taka til í herbergi Jóhönnu svo hægt sé að búa um pabba.
Ég þurfti ég að fara upp og ná í eitthvað og hvað sé ég ?? Sitja þá ekki Halli, Hannes og pabbi með bjór í stofunni og ég segi : “hvað, eruð þið að djúsa ??” Þeir hrökkva í kút mjög skömmustulegir og spyrja hvort ég hafi ekki ætlað í bað ! ! ! ! Pælið í því.................hvort voru þeir að stelast til að drekka eða tímdu þeir ekki að gefa mér með sér ??? Hvað haldið þið ??? Nú vantar “shout out” á bloggið............................
Þórdís ætlar kannski að setja inn fyrir mig “shout out” og "link" á bloggið svo ég geti átt skoðanaskipti við veraldarvefinn......hlakka ferlega til !! Þórdís er svo klár ! ! !
GUNNA
Af Fjallabæjarfólki.......
Gunna bloggar úr Grafarholtinu...
föstudagur, nóvember 21, 2003
föstudagur, nóvember 14, 2003
Góðan daga vafrarar !!
Já lífið er yndislegt. Fjölskyldan sefur í kyrrð og ró efst í Grafarholti, engin bílaumferð, bara rigningarhljóð. Fjölskyldan vaknar um 7 leitið og þá eru börn klædd, þvegin og burstuð og svo fara þau með pabba sínum á leikskólan og skólan. Úti er kyrrð og ró, byggingarkranar þöglir, steypubílar ekki komnir í gang og iðnaðarmennirnir ekki mættir til vinnu. Þvílík kyrrð. Í dag þegar fjölskyldan var að ryðjast út um dyrnar stökk mús í felur.........já það er sko “wild live” í sveitinni.........í haust voru rjúpur í kartöflugarðinum og voru frekar girnilegar á að líta svona með kartöflunum! ! Tamin hrafn var frekar ágengur um tíma, svo ágegnur að Halli og tveir fullvaxnir karlmenn urðu að flýja inn í hús, gerði þá krummi sér lítið fyrir og skeit á bíl Jarðborana sem stóð nýbónaður á hlaðinu.... Ég tala ekki um hundana að sinni, hef rutt því úr mér áður.
Ég get ekki nógsamelga þakkað að eiga heima á þessum yndislega stað í beinum tengslum við náttúruna. Já lífið er yndislegt.... gangið á Guðs vegum.
GUNNA
miðvikudagur, nóvember 12, 2003
Ha ha ha ha ha...ég fann einn bloggara sem er lélegri en ég ! ! ! Það er pabbi minn...
Þetta reddaði nú alveg deginum hjá mér ! !
GUNNA
þriðjudagur, nóvember 11, 2003
Sælir lesendur góðir,
Hvar sem ég kem á ættarsamkundur er ég skömmuð fyrir lítið blogg................maður skammast sín niður í klóak og samviskubitið nagar mann að innan. Fær fólk aldrei nóg af manni eða er bloggið orðin ófrávíkjanleg skylda ?? Ég vona að það sé hið fyrr nefnda. Úr Geislanum er allt gott að frétta, húsmóðirin er enn á Dale Carnegie námskeiði og geislar af sjálföryggi og hamingju, Halli hefur klifið Esjuna ( maður sem aldrei hefur labbað lengra en útí bíl), Eiríkur stundar sinn skóla og sparkar fótbolta af miklum áhuga, Óttar er í sjúkraþjálfun og talkennslu og er fallegur og góður með brún augu, Jóhanna er glöð, ofurbrött og ákveðin (það springa æðar í augunum á henni og hún fær blóðnasir þegar hún æsir sig, svo mikið er skapið !). Enginn er kötturinn, hann var sendur í sveitina til tengdamömmu og lifir þar mun betar lífi. Aldrei mun ég aftur fá mér gæludýr ! !
Ég get nú ekki orða bundist yfir prumpu-bloggi Þórdísar frænku um daginn, Þórdís er listapenni.......Mér finnst mjög leiðinlegt fyrir Þórdísar hönd að geta ekki prumpað því það er svo mikill léttir og svo finnst flestum undir sextugu það fyndið ! ! ! ég get trúað ykkur fyrir því að mín fjölskylda prumpar líka mjög mikið. Svo má geta þess að það þykir bera vott um mikið traust þegar kærasti prumpar hjá kærustu sinni..............oft er spurt : er hann farinn að prumpa hjá þér ?? og ef svo er þá er sambandið gott, djúpt og ynnilegt og menn eru þeir sjálfir.... Prump Steinars mun flokkast sem aftansöngur ! ! !
Ropar eru mun ógeðslegri en prump þykir mér og ég t.d. ropa als ekki á almannafæri!!
En úr búkhljóðum í önnur hljóð.....................ég kemmst ekki á minningartónleika Einars frænda og þykir það leitt, verð með ykkur í anda.
GUNNA