Góðan daga vafrarar !!
Já lífið er yndislegt. Fjölskyldan sefur í kyrrð og ró efst í Grafarholti, engin bílaumferð, bara rigningarhljóð. Fjölskyldan vaknar um 7 leitið og þá eru börn klædd, þvegin og burstuð og svo fara þau með pabba sínum á leikskólan og skólan. Úti er kyrrð og ró, byggingarkranar þöglir, steypubílar ekki komnir í gang og iðnaðarmennirnir ekki mættir til vinnu. Þvílík kyrrð. Í dag þegar fjölskyldan var að ryðjast út um dyrnar stökk mús í felur.........já það er sko “wild live” í sveitinni.........í haust voru rjúpur í kartöflugarðinum og voru frekar girnilegar á að líta svona með kartöflunum! ! Tamin hrafn var frekar ágengur um tíma, svo ágegnur að Halli og tveir fullvaxnir karlmenn urðu að flýja inn í hús, gerði þá krummi sér lítið fyrir og skeit á bíl Jarðborana sem stóð nýbónaður á hlaðinu.... Ég tala ekki um hundana að sinni, hef rutt því úr mér áður.
Ég get ekki nógsamelga þakkað að eiga heima á þessum yndislega stað í beinum tengslum við náttúruna. Já lífið er yndislegt.... gangið á Guðs vegum.
GUNNA
Af Fjallabæjarfólki.......
Gunna bloggar úr Grafarholtinu...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home