föstudagur, nóvember 21, 2003

Sælir eru netvafrarar því þeirra er ríkið !!!

Annars mikið að gera þessa dagana, Hannes og Óttar Páll ofurkrútt hafa verið hjá okkur síðan á laugardag og það er voða gaman að hafa þá feðga, eru þeir bæði fyndnir og skemmtilegir. Óttar Páll segir alltaf “det” (þetta) og “farvel” (bless) og er það mjög sætt. Þeir fara á laugardaginn og ég hef ekki verið svo fyrirhyggjusöm að vera búin að kaupa jólagjafi eða neitt til að senda hann með.

Karlmenn eru ótrúlegir, í gær fer ég niður á neðri hæðina og fer að stússast í þvotti, láta renna í bað fyrir mig og taka til í herbergi Jóhönnu svo hægt sé að búa um pabba.
Ég þurfti ég að fara upp og ná í eitthvað og hvað sé ég ?? Sitja þá ekki Halli, Hannes og pabbi með bjór í stofunni og ég segi : “hvað, eruð þið að djúsa ??” Þeir hrökkva í kút mjög skömmustulegir og spyrja hvort ég hafi ekki ætlað í bað ! ! ! ! Pælið í því.................hvort voru þeir að stelast til að drekka eða tímdu þeir ekki að gefa mér með sér ??? Hvað haldið þið ??? Nú vantar “shout out” á bloggið............................

Þórdís ætlar kannski að setja inn fyrir mig “shout out” og "link" á bloggið svo ég geti átt skoðanaskipti við veraldarvefinn......hlakka ferlega til !! Þórdís er svo klár ! ! !
GUNNA

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home