þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Sælir lesendur góðir,

Hvar sem ég kem á ættarsamkundur er ég skömmuð fyrir lítið blogg................maður skammast sín niður í klóak og samviskubitið nagar mann að innan. Fær fólk aldrei nóg af manni eða er bloggið orðin ófrávíkjanleg skylda ?? Ég vona að það sé hið fyrr nefnda. Úr Geislanum er allt gott að frétta, húsmóðirin er enn á Dale Carnegie námskeiði og geislar af sjálföryggi og hamingju, Halli hefur klifið Esjuna ( maður sem aldrei hefur labbað lengra en útí bíl), Eiríkur stundar sinn skóla og sparkar fótbolta af miklum áhuga, Óttar er í sjúkraþjálfun og talkennslu og er fallegur og góður með brún augu, Jóhanna er glöð, ofurbrött og ákveðin (það springa æðar í augunum á henni og hún fær blóðnasir þegar hún æsir sig, svo mikið er skapið !). Enginn er kötturinn, hann var sendur í sveitina til tengdamömmu og lifir þar mun betar lífi. Aldrei mun ég aftur fá mér gæludýr ! !

Ég get nú ekki orða bundist yfir prumpu-bloggi Þórdísar frænku um daginn, Þórdís er listapenni.......Mér finnst mjög leiðinlegt fyrir Þórdísar hönd að geta ekki prumpað því það er svo mikill léttir og svo finnst flestum undir sextugu það fyndið ! ! ! ég get trúað ykkur fyrir því að mín fjölskylda prumpar líka mjög mikið. Svo má geta þess að það þykir bera vott um mikið traust þegar kærasti prumpar hjá kærustu sinni..............oft er spurt : er hann farinn að prumpa hjá þér ?? og ef svo er þá er sambandið gott, djúpt og ynnilegt og menn eru þeir sjálfir.... Prump Steinars mun flokkast sem aftansöngur ! ! !
Ropar eru mun ógeðslegri en prump þykir mér og ég t.d. ropa als ekki á almannafæri!!

En úr búkhljóðum í önnur hljóð.....................ég kemmst ekki á minningartónleika Einars frænda og þykir það leitt, verð með ykkur í anda.
GUNNA

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home