Gleiðilega hátíð kæru leseundur.....
Pabbi hefur bloggað.........svona vel ! ! ! Enda við framhaldsnám í bloggi í veldi bauna og bjórs og Margrétar Þórhildar.
Þorláksmessa : Ég hafði farið í Kringluna fyrr um daginn og keypt í skóinn handa litlu krökkunum mínum og spurt sérstakelga eftir skriðdreka sem Óttar var svo hrifinn af í Dótabúðinni, hann var í felulitum, hægt að ýta á hausinn á hermanninum sem sat í drekanum og þá kom ljós úr byssunni og hljóð. Afgreiðslumaðurinn er mjög almennilegur og sækir einn slíkan á bakvið.......sennilega ekki margir að biðja um svona fyrir jólin ! ! Þegar ég svo um kvöldið ætla að lauma skriðdrekanum í skóinn þá heyrist ekki neitt og ekkert ljós kemur, ég verð svona reið og pirruð, þreytt eftir Kringluráp og stress..........ég hringi í Dótabúðinni og kvarta yfir þessu. Fyrir svörum er stúlka sem segist hringja í mig þegar hún finni nýjan skriðdreka. Eftir 10 mínútur sé ég eftir öllu saman og sé að þetta er alveg útí hött, gefa barni skriðdreka í skóinn þegar lönd víða um heim eru stríðshrjáð um jólin og brjálast útaf því að það heyrist ekkert í honum. Ég hringi aftur í Dótabúðin og spyr eftir stúklunni og þá er mér sagt að hún hafi farið uppí Smáralind að sækja skriðdreka ! ! ! NEI.....ó mæ god ! ! ! Ég fæ gsm númer og hringi í hana og biðst afsökunar á þessu, ég reddi þessu alveg og segi heni að vera ekki að finna annan dreka. Jú hún ætlar að gera það og segist koma með hann til mín á eftir þegar hún sé búin að gera upp kassan............Ég sit eftir miður mín. Klukkan 00,30 kemur stúlkan með nýjan skriðdreka og 3 súkkulaði jólasveina, ég hef þá í millitíðinni sett slaufu á tvö kerti og gauka þeim að henni og segi að hún sé svo góð stelpa að kertasníkir hljóti að koma við hjá henni í nótt. Hún segir mér að hún hafi gaman af starfinu sínu og hún hafi verið á ferðinni í allan daga að redda jólunum hjá fólki og að henni finnist það gaman ! ! Guð blessi þessa góðu stúlku og Dótabúðina ! ! !
Aðfangadagur: Jólin tóku tvo tíma og 30 mínútur...þ.e. að borða jólamatinn, lesa á kortin og opna allan þennan fjölda pakka sem bárust. Eiríkur er farinn að læra það að kortin taka of langan tíma og hann hefur komið upp flæðilínu sem auka afköst við jólakortalestur til muna, þá er hægt að vinda sér í pakkana miklu fyrr. Æsingurinn var þokkalega miklill í pökkunum.
Jólin: Við áttum yndislega jól, fórum í jólaboð á Lýtingsstaði á jóladag og átum þar og drukkum og spiluðim “púkk”. Á annan dag jóla var boð hjá mömmu á Sólheimum og þar var líka etið og drukkuð.....á laugardaginn var boð Holtunga í SEM-húsinu og á sunnudag boð hjá Jónu frænku í Kópavogi. Í Kópavogi átti sér stað það leiðindaatvik að Óttar missir diskinn sinn með súkkulaðiköku niður á tána á sér og í fokdýra og fína mottu. Skipti engum togum að það fór að blæða undir nöglinni og við urðum frá að hverfa með grátandi soninn og hálfétin.....Já jólaboðin geta verið hættuleg !!
Maður er búin að hitta fjölda mans og eiga góðar stundir. Mánudagurinn er vinnudagur og morgundagurinn líka svo maður nær að snúa sólarhringnum við í tvo daga.
Guðsblessun í bæinn.
GUNNA
Af Fjallabæjarfólki.......
Gunna bloggar úr Grafarholtinu...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home