fimmtudagur, desember 11, 2003

Hæ hæ hó bloggarar...........
Hafa allir nægan tíma til að blogga á þessum vef eða hvað ?? Þarf enginn að gera neitt fyrir jólin ?? Djók...það er sko mikil upplyfting að lesa blogg í jólastressinu og finna samkendina í stressinu...
Tvær sortir í höfn í Geislanum, Sörur og appelsínusúkkulaðikökur..........sortirnar verða ekki fleiri að sinni enda rosalega góðar. Skelli kannski upp einu piparkökuhúsi ef ég verð í stuði og hægt verður að kaupa einingahús í Hagkaup. Annars hafa dagarnir farið í að flísaleggja og mála, veit ekki afhverju maður finnur sér alltaf eitthvað svona til að stressast yfir frekar en ekkert.
Stekkjastaur kemur í kvöld og gaukar gjöfum að börnunum. Við verðum að kaupa 39 (3x13) skógjafir til að börnin okkar hafi þessa fallegu trú á jólasveininn, -- ótrúlegt !! Síðan þegar börnin eldast þá kemst upp um mann og kemur í ljós að maður laug allan tíman og þóttist vera jólasveinn.......................undarlegt...........það er margt skrítið í kýrhausnum.
Gangið á Guðs vegum.....
GUNNA

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home