Sælar vafrarar !
já mikið vatn rennur til sjávar og allt það. Nú er ég komin með "Shout out" svo ég er virkilega farin að kommúnunkera á netinu og allt er það Þórdísi frænku að þakka..
Nú það hefur ekki farið framhjá neinum að jólin nálgast á ofurhraða og ég er enn pollróleg...merkilegt, svo tek ég síðar í desember þvílíka flogið að menn og málefni eiga fótum fjör að launa. Það er alveg merkilegt hvað það er margt sem við konum þurfum að gera. Sumir pakka ekki inn jólagjöfum, baka ekki smákökur, skrifa ekki jólakort, taka ekki til nema 2 dögum fyrir jól, elda ekki jólamatinn og hafa engan áhuga á að kaupa jólagjafir...hver skyldi gera þetta allt fyrir jólin?? Vegleg verðlaun í boði fyrir rétt svar!!!
Jæja nóg um það. Ég fór á aðventuhátíð á Sólheimum á sunnudaginn og hef sjaldan verið við eins fallega aðventuathöfn. Þarna var búið að búa til garð sem var eins og spírall, gerður úr mosa og greinum, innst í spíralnum var mjög stórt kerti sem kveikt var á eftir að prestur hafði messað í smástund. Síðan tók hver maður eitt epli sem var skreytt með grenigrein og kerti og labbaði inn í spíralinn og kveikti á sínu kerti á stóra kertinu og setti það einhversstaðar í garðinn. Á meðan var leikið á jarðhörpu og sungið. Smá saman birti í salnum af öllum kertunum og þetta var alveg yndislega fallegt, allir tóku þátt.
Já á maður ekki bara að njóta aðventunnar og teyga að sér menningu og listir af miklum móð...............kannski gera jólaverkin sig bara sjálf.....
Gangið á Guðs vegum.
GUNNA
Af Fjallabæjarfólki.......
Gunna bloggar úr Grafarholtinu...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home