miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Heil og sæl,

Langt er síðan maður hefur bloggað og er þá eins gott að standa sig ef ske kynni að maður hitti einhvern úr fjöslyldunni sem hellir sér yfir mann fyrir lélega frammistöðu, leti og ómennsku..........það er alltaf huggun harmi gegn að pabbi er lélegri !!

Maður bíður nú spenntur eftir litlum frænda eða frænku í Danmörku og alveg friðlaus af spenningi. Það er svo gaman að eignast barn, lítið sætt barn sem er svo mjúkt og svo góð lykt af. En ég er hætt barneignum og reyni að lifa þetta gegnum systur mína.

Ég er enn á Dale Carnegie námskeiði, - ekki það að ég hafi staðið mig illa og þurft ða fara aftur, heldur er ég núna aðstoðarmaður á námskeiði voða brött. Námskeiðið er mjög skemmtilegt, - þar er komið inná mannleg samskipti, sjálfstraust, framkomu og margt fleira, - þetta er ekki ræðunámskeið.

Halli hefur hafið fjarnám á Bifröst og stefnir á að klára BS í viðskiptafræði. Það er því alltaf nóg að gera í Þorláksgeislanum, - þó ekki svo að menn megi líta þar við og heilsa uppá okkur.
Jæja bið ég góðan Guð að blessa lesendur,
GUNNA

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home