föstudagur, apríl 23, 2004

Gleðilegt sumar !
Langt er síðan maður hefur bloggað !! þetta er nú til háborinnar skammar og meira en það ....ég hef ekki einu sinni kíkt hjá hinum bloggurunum.

Veðrið er ótrúlegt, - sól og blíða. Nú er t.d. rétti tíminn til að fara og kaupa sér þurrkaðan hænsnaskít hjá Sprettu ehf og láta spretta !! Þetta er auðvitað besti áburður sem til er, lífrænn, umhverfisvænn og engin arfafræ, - góður á matjurtirnar og sumarblómin og svo ekki sé talað um við gróðursetningu trjáa og runna. Sum sé : Þurrkaður hænsnaskítur er það besta sem hægt er að fá í áburði. Svo út í garð með ykkur og gerið eitthvað af viti !!!

Halli er í prófum svo við börnin læðumst um eða reynum að vera lítið heima. Annars gengur lífið sinn vanagang, vinna, éta, sofa......

Dale Carnegie tímabilið er liðið hjá mér, - 3 mánuðir fyrir áramót og 3 mánuðir sem aðstoðarmaður eftir áramót. Ég mæli með þessu námskeiði, - þetta er skemmtilegt og hressandi námskeið sem allir hafa gott af , sérstaklega þeir sem eru með lágt sjálfstraust eða sjálfsmat. Þetta er ekki ræðunámskeið!

Skírnarveisla í gær, - nr 4 hjá Þuru og Hannesi var skírður á sumardaginn fyrsta í góða veðrinu.

Jæja njótið sumarsins í dag, - vitum ekki hvort það verður á morgun ! I LOVE ICELAND !!

Lifið heil,

GUNNA