mánudagur, maí 03, 2004

Sælir lesendur,

árin líða og líða og líða og svo er maður allt í einu orðin 20 ára stúdent ! Pælið í því smá stund.............ekki mjög lengi samt !! Ég er svo mikill nörd að ég hef aldrei farið á "re-union" í MA. Bara hitt eina einustu bekkjarsystur í 20 ár. Í minningunni eru menntaskólaárin ekki þessu blómlegu kátu ár, þar sem fjörið og lífið var í hámarki.....sorry, - ég veltist um í minnimáttarkend og vanlíðan yfir eigin útliti (bólótt og lítil með hryllilega þykkt hár og lærði á harmoniku (geðveikt töff!!)) og tíminn langt frá því að vera skemmtilegur, - minn tími kom þó seinna sem betur fer............. Ég hef samt sem áður einhverja löngun til að sjá þessar 34 stelpur sem voru með mér í bekk, - eru þær hamingjusamar húsmæður eða grannar bissnesskonur á framabraut, eru þær marggiftar, fráskildar,...........ég meina margt getur gerst á 20 árum. Ég er ekki sú sama og fyrir 20 árum og ætti því að eiga gott "come-back" eins og Þura systir segir.
Hvað er ég í dag,- jú ég er þriggja barna móðir fyrst og fremst, - ég er hamingjusamlega gift,- vonandi á framabraut innan Jarðborana hf, þurrka hænsnaskít í frístundum, - en ég á dularfulla fortíð sem gefur "come-backinu" kannski dularfullan blæ eða hvað ??? Á ég að fara eður ei ??
Gangið á Guðs vegum,
GUNNA

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home