föstudagur, júlí 30, 2004

Lang er síðan bloggað síðast og til skammar þykir..........en ótrauð blogga ég samt...
Verslunarmannahelgin nálgast óðum og veðrið eftir því.  Sumarfríið búið og fyrstu vinnuviku eftir sumarfrí lokið og ég er uppgefin...Sumarfríið var viðburðarríkt og skemmtilegt eins og við má búast hjá barnmargri fjölskyldu.  Við byrjuðum á Essó-móti á Akureyri, slógum upp músétnu fellihýsi á Hömrum í Kjarnaskógi.  Þetta varð eins konar pílagrímsför til Akureyrar því ég hef ekki stoppað á Akureyri lengur en í nokkra klst í mörg ár, alltaf keyrt í gegn eins og ég hafi aldrei átt  heima þar.  Við fórum í Listigarðinn með Kristjáns-kringlur og kómjólk, röltum um miðbæinn, heimsóttum Lundarskóla þar sem ég var í 4-5 bekk., heimsótti Ester frænku sem bý í Víðilundi 14 a þar sem við bjuggum á Akureyri, heimsótti Höllu í sveitina ofl...Nú heim var haldið á laugardegi og á sunnudegi kom Rannveig Jóns vinkona mín í heimsókn, hún bjó í Víðilundi 14 eins og ég, mikið spjallað og hlegið þá.. Við hjónin skutumst síðan á Hornstrandir með búslóð mömmu og tók það einn dag, það er virkilega fallegt á Finnbogastöðum.  Nú síðan var farið í bústað Jarðborana á Flúðum með smá ferðalagi á Snæfellsnes eitt kvöld í góðu veðri.  Eftir Flúðir farið í Landmannahelli og unnið þar í 4 daga við skálavörslu og smíðar.  Síðan fórum við til Vestmannaeyja síðustu helgina og það var nú bara æðislegt, - þar er svo fallegt og gott að vera að það hálfa væri nóg.  Við verðum því heima um verslunarmannahelgina !
Gangið á Guðs vegum.
GUNNA