sunnudagur, ágúst 22, 2004

...jibbí, ég gamla konan fór í skemmtiskokk Reykjavíkurmaraþonsins og hljóp 3 km á 25 mín og var með 2-300 fyrstu í mark !!! (alls tóku um 3000 mans þátt). Þetta er stór viðburður í mínu lífi, ég hef aldrei á minni 40 ára ævi tekið þátt í einum eða neinum íþróttaviðburði hvað þá hlotið verðlaunapening!! Ég ákvað fljótlega í hlaupinu að verða á undan BT-músinni og tókst það mjög vel. BT-músin beið lægri hlut enda ekki klædd eftir veðri! Það var því stolt kelling sem kom í mark og tók við peningnum og tilfinningin óborganleg ! Svona tilfinning eins og í Flashdance : "What a feeling" of svo kemur köld vatnsfata yfir hausinn á manni...... Þetta geri ég aftur ekki spurning ! Það skal tekið fram fyrir þá sem lásu síðasta blogg að ég var á hlaupaskóm og stuttbuxum enda veðurblíða!
Óska svo Þuru systur til hamingju með daginn, mæti það í kaffi í dag með mín 3 þægu börn.
GUNNA
p.s: finnst ykkur hallærislegt að sofa með verðlaunapeninginn?????

föstudagur, ágúst 20, 2004

........Enn leikur lánið við okkur og veðrið óborganlegt. Skaust úr vinnunni á skólasetningnu í Ingunnarskóla í dag og ætlaði að sækja Eirík á æfingu kl 10.45 - skólasetningin var kl 11,00. Þegar ég kem ca. 10,45 byrja ég á að bisa hjólinu hans inní pínulitla Pólóinn og það urðu sko streð og stympingar og ég útötuð í smurningu og skít uppyfir haus að því loknu. .......ekkert bólaði þó á Eiríki. Nú þar sem ég hef verið að skokka mér til heilsubótar ákvað ég að skokka um þessa 5 fótboltavelli á háu hælnum og mjaðmabuxunum og reyna að finna hann en hvurgi var mann að sjá......ég orðin sveitt og skítug. Eftir langa mæðu fannst hann að horfa á videó í veðurblíðunni inni í sal Fjölnis !! Við hlaupum útí bíl og af stað, komum of seint á skólasetninguna, það seint að kennarinn sagði: við sjáumst svo á mánudaginn!! Maður getur verið svo mislukkaður stundum að það er ótrúlegt, en það þýðir ekkert annað en að hafa gaman af og kannski læra af þessu.
Svo er það sólbað eftir vinnu þó það sé lítið gagn af síðdegissólinni, læt mig samt hafa það, það er ekki inn að vera hval-spiks-hvítur og skvapaður, - ó nei. Skelli mér kannski og bara kannski kannski í skemmtiskokkið á morgun ef vel liggur á mér enda í súperþjálfun á háu hælunum og allt!
Njótið lífsins,
GUNNA

mánudagur, ágúst 16, 2004

....ég gat skipt um lúkk !! Grænt og vænt lúkk, ofboðslega mikið ég!! En hvað varð um tenglana mína ?? Getur einhver á veraldarvefnum svarað því ??
HELP
Gunna

Gamlir draumar geta ræst.......það er sannað !. Ég fór í pottapartý í mínu fína bikini á föstudagskvöldið og keypti handa húsráðendum áður en ég mætti svona baðkúlu í LUSH í Kringlunni sem var með góðri lykt og glimmeri, svona til að poppa upp pottinn. Viti menn að þetta gerði mikla lukku og varð maður "glimmergella" á svipstundu!! Þetta var Tækniskóla-saumaklúbburinn og ykkur til fróðleiks var farið í "prímtöluleik" í pottinum ! Ákaflega skemmtilegur stærðfræðileikur og varð ég úr leik mjög mjög fljótlega.............
Nú eftir pottasullið var sest til stofu og eiga þá ekki húsráðendur "karkókí". Ég hef gengið með það í maganum að prófa svona tæki en hélt það væri bara til í Ölver og ekki alveg verið æst í að troða upp þar !! Nú síðan var söngvakeppni og stelpurnar unnu með afburðum þó að strákarnir hafi tekið Rolling Stones mjög sannfærandi.
Ég náði sem sagt að vera "glimmergella" og syngja í "karókí" á sama kvöldinu,- draumar geta ræst !
Jibbí jibbí...........lífið er yndislegt.........
GUNNA

föstudagur, ágúst 13, 2004

Sólskins sólskinsdagar........
.....veðrið er auðvitað æðsilegt og ekki verið svona veður síðan 1939 segja esltu menn á Hrafnistu. Þegar við verðum spurð eftir 50 ár: Hvar voruð þið í hitabylgjunni 2004 ? þá verður svarið: Að vinna !!!
Nei borarar gefa ekki sólarfrí afþví þeir eru svo BORING !!
Ég skundaði í Kringluna í gærkvöldi og kom heim með þetta líka fína fína bikini, já ég ætla að flagga mínum þriggja barna maga og minni appelsínuhúð framan í hvern þann sem á vegi verður.........ég er eins og ég er, - I a´m what I am ! Við hjónin erum ða fara í pottapartý í kvöld og þá verður bikinið vígt.
Jóhanna sagði mér um daginn að það væru ormar í jörðinni og lagðist í grasið og bankaði við litla holu sem hún fann og sagði: Halló ! Er einhver heima ?? Doldið krúttlegt !
Þrátt fyrir að þurfa að vinna í þessu veðri er lífið yndilegt! Njótið lífsins.
GUNNA

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Góðan dag.
Ég er búin að fara nokkra blogghringi og komist að þeirri niðurstöðu að ég er með geldustu bloggsíðuna.......engar myndir, ljótt niðurdrepandi umhverfi o.s.frv.... hvað gerir maður í þessu??
Allir svo frjóir og flottir á sínum síðum !!
Nú nú, Haraldur minn eigin maður átti afmæli i gær og eftir að hafa verið í vinnunni 8 klst inná loftlítilli skrifstofu þá fór ég heim og eldaði Lasagne.....maður er náttúrulega ekki í lagi, auðvitað átti ég að láta Halla grilla svo ég gæti flatt mig út á sólbaðsbekknum þessa fáu tíma sem eftir voru af deginum. En svona er lífið og ég er svo hrikalega góð eiginkona að það hálfa væri nóg, Halli vildi Lasagne og Lasagne skildi hann fá !! Steinunn og Brynjar og Þura og Hannes og strákarnir komu svo í Lasagne, salat, ítölsk brauð og rósavín. Þetta varði hin huggulegasta stund og börnin hlupu úti hálfber í sólinni. Síðan vökvaði ég grænmetið mitt áður en ég fór að sofa og sólin löngu sest, - örþreytt útivinnandi húsmóðir. Í dag er líka gott veður og þó flestir vinnustaðir gefi sólarfrí þá er það ekki svo á mínum, hér er sko svo mikið að gera við að færa bókhald að það má ekki slaka á !!! Ég held ég sé á rangri hillu í lífinu, - mér leiðist í vinnunni. GUNNA

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

....ó mæ GOD........það er svo langt síðan ég bloggaði að ég var búin að steingleyma vangaveltum mínum um 20 ára stúdentsafmæli og glæsilegt "come-back", fjöldi manns hvöttu mig í commenta kerfinu og vil ég þakka þeim innilega fyrir veittan stuðning !!!...........en ég verð að hryggja ykkur lesendur með því að játa að ég guggnaði og fór ekki..............! ! ! ! Svona getur maður verið mikill félgasskítur og leiðindpúki. - en ég lofaði Rannveigu vinkonu minni að koma á 25 ára afmælið og ég hef 5 ár til að undirbúa það og ákveða !
Þetta var góð verslunarmannhelgi hjá okkur. Ég fékk þá brillíant hugnynd að senda Eirík með litli sílin í bíó á Shrek og við Halli gætum átt góða stund í ca 1-2 klst...bara við tvö ein heima !! ....við fórum á staðinn og ég fylgdi börnunum inn. Þá neitar Jóhanna að vera í bíóinu, - var agalega hrædd þó ekki væri búið að slökkva ljósin og myndin ekki byrjuð. Ég fór með hana út þar sem Halli beið í eftirvæntingu eftir mér og lét hann hafa Jóhönnu og skellti mér í bíó í staðinn og hef sjaldan hlegið eins mikið í bíó, - ég mæli með þessari mynd. Kannski ofverndar maður börnin sín en Jóhanna sagði að það væri of mikill hávaði og dimmt.....
Farið varlega í hvívetna...
GUNNA