föstudagur, ágúst 20, 2004

........Enn leikur lánið við okkur og veðrið óborganlegt. Skaust úr vinnunni á skólasetningnu í Ingunnarskóla í dag og ætlaði að sækja Eirík á æfingu kl 10.45 - skólasetningin var kl 11,00. Þegar ég kem ca. 10,45 byrja ég á að bisa hjólinu hans inní pínulitla Pólóinn og það urðu sko streð og stympingar og ég útötuð í smurningu og skít uppyfir haus að því loknu. .......ekkert bólaði þó á Eiríki. Nú þar sem ég hef verið að skokka mér til heilsubótar ákvað ég að skokka um þessa 5 fótboltavelli á háu hælnum og mjaðmabuxunum og reyna að finna hann en hvurgi var mann að sjá......ég orðin sveitt og skítug. Eftir langa mæðu fannst hann að horfa á videó í veðurblíðunni inni í sal Fjölnis !! Við hlaupum útí bíl og af stað, komum of seint á skólasetninguna, það seint að kennarinn sagði: við sjáumst svo á mánudaginn!! Maður getur verið svo mislukkaður stundum að það er ótrúlegt, en það þýðir ekkert annað en að hafa gaman af og kannski læra af þessu.
Svo er það sólbað eftir vinnu þó það sé lítið gagn af síðdegissólinni, læt mig samt hafa það, það er ekki inn að vera hval-spiks-hvítur og skvapaður, - ó nei. Skelli mér kannski og bara kannski kannski í skemmtiskokkið á morgun ef vel liggur á mér enda í súperþjálfun á háu hælunum og allt!
Njótið lífsins,
GUNNA

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home