sunnudagur, ágúst 22, 2004

...jibbí, ég gamla konan fór í skemmtiskokk Reykjavíkurmaraþonsins og hljóp 3 km á 25 mín og var með 2-300 fyrstu í mark !!! (alls tóku um 3000 mans þátt). Þetta er stór viðburður í mínu lífi, ég hef aldrei á minni 40 ára ævi tekið þátt í einum eða neinum íþróttaviðburði hvað þá hlotið verðlaunapening!! Ég ákvað fljótlega í hlaupinu að verða á undan BT-músinni og tókst það mjög vel. BT-músin beið lægri hlut enda ekki klædd eftir veðri! Það var því stolt kelling sem kom í mark og tók við peningnum og tilfinningin óborganleg ! Svona tilfinning eins og í Flashdance : "What a feeling" of svo kemur köld vatnsfata yfir hausinn á manni...... Þetta geri ég aftur ekki spurning ! Það skal tekið fram fyrir þá sem lásu síðasta blogg að ég var á hlaupaskóm og stuttbuxum enda veðurblíða!
Óska svo Þuru systur til hamingju með daginn, mæti það í kaffi í dag með mín 3 þægu börn.
GUNNA
p.s: finnst ykkur hallærislegt að sofa með verðlaunapeninginn?????

3 Comments:

At 23. ágúst 2004 kl. 04:09, Blogger Dísa said...

nei tad er ykt kul... svona eins og ad sofa i nyju fotunum tegar madur var litill....

 
At 23. ágúst 2004 kl. 08:43, Blogger thuridur said...

doldið halló og ekki síður óþægilegt held ég....

 
At 25. ágúst 2004 kl. 04:13, Blogger B said...

Ég þekki einn (HMG - mágur minn) sem sefur með sinn. Hann segist aldrei ætla að skilja við hann.

 

Skrifa ummæli

<< Home