mánudagur, ágúst 16, 2004

Gamlir draumar geta ræst.......það er sannað !. Ég fór í pottapartý í mínu fína bikini á föstudagskvöldið og keypti handa húsráðendum áður en ég mætti svona baðkúlu í LUSH í Kringlunni sem var með góðri lykt og glimmeri, svona til að poppa upp pottinn. Viti menn að þetta gerði mikla lukku og varð maður "glimmergella" á svipstundu!! Þetta var Tækniskóla-saumaklúbburinn og ykkur til fróðleiks var farið í "prímtöluleik" í pottinum ! Ákaflega skemmtilegur stærðfræðileikur og varð ég úr leik mjög mjög fljótlega.............
Nú eftir pottasullið var sest til stofu og eiga þá ekki húsráðendur "karkókí". Ég hef gengið með það í maganum að prófa svona tæki en hélt það væri bara til í Ölver og ekki alveg verið æst í að troða upp þar !! Nú síðan var söngvakeppni og stelpurnar unnu með afburðum þó að strákarnir hafi tekið Rolling Stones mjög sannfærandi.
Ég náði sem sagt að vera "glimmergella" og syngja í "karókí" á sama kvöldinu,- draumar geta ræst !
Jibbí jibbí...........lífið er yndislegt.........
GUNNA

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home