miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Góðan dag.
Ég er búin að fara nokkra blogghringi og komist að þeirri niðurstöðu að ég er með geldustu bloggsíðuna.......engar myndir, ljótt niðurdrepandi umhverfi o.s.frv.... hvað gerir maður í þessu??
Allir svo frjóir og flottir á sínum síðum !!
Nú nú, Haraldur minn eigin maður átti afmæli i gær og eftir að hafa verið í vinnunni 8 klst inná loftlítilli skrifstofu þá fór ég heim og eldaði Lasagne.....maður er náttúrulega ekki í lagi, auðvitað átti ég að láta Halla grilla svo ég gæti flatt mig út á sólbaðsbekknum þessa fáu tíma sem eftir voru af deginum. En svona er lífið og ég er svo hrikalega góð eiginkona að það hálfa væri nóg, Halli vildi Lasagne og Lasagne skildi hann fá !! Steinunn og Brynjar og Þura og Hannes og strákarnir komu svo í Lasagne, salat, ítölsk brauð og rósavín. Þetta varði hin huggulegasta stund og börnin hlupu úti hálfber í sólinni. Síðan vökvaði ég grænmetið mitt áður en ég fór að sofa og sólin löngu sest, - örþreytt útivinnandi húsmóðir. Í dag er líka gott veður og þó flestir vinnustaðir gefi sólarfrí þá er það ekki svo á mínum, hér er sko svo mikið að gera við að færa bókhald að það má ekki slaka á !!! Ég held ég sé á rangri hillu í lífinu, - mér leiðist í vinnunni. GUNNA

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home