föstudagur, ágúst 13, 2004

Sólskins sólskinsdagar........
.....veðrið er auðvitað æðsilegt og ekki verið svona veður síðan 1939 segja esltu menn á Hrafnistu. Þegar við verðum spurð eftir 50 ár: Hvar voruð þið í hitabylgjunni 2004 ? þá verður svarið: Að vinna !!!
Nei borarar gefa ekki sólarfrí afþví þeir eru svo BORING !!
Ég skundaði í Kringluna í gærkvöldi og kom heim með þetta líka fína fína bikini, já ég ætla að flagga mínum þriggja barna maga og minni appelsínuhúð framan í hvern þann sem á vegi verður.........ég er eins og ég er, - I a´m what I am ! Við hjónin erum ða fara í pottapartý í kvöld og þá verður bikinið vígt.
Jóhanna sagði mér um daginn að það væru ormar í jörðinni og lagðist í grasið og bankaði við litla holu sem hún fann og sagði: Halló ! Er einhver heima ?? Doldið krúttlegt !
Þrátt fyrir að þurfa að vinna í þessu veðri er lífið yndilegt! Njótið lífsins.
GUNNA

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home