þriðjudagur, september 21, 2004

Fjörutíu og fyr og flamme...............var vakin með söng í morgun kl 6.55 fyrir utan gluggan, - kíkti út og stóðu þá ekki systur mínar elskulegar og sungu, voru með pakka, ylvolg speltbrauð og kerti (sem ekki logaði á vegna veðurs) ! Ég spratt fram úr rúminu, - og hleypti þeim nú inn og opnaði dýrindis gjafir frá systrum og ma+pa, ekkert smáræðis flott, hvorki meira né minna en heimabíó, armband og 3 mánaða kort í Lagar SPA, - Minn eigin maður gaukaði að mér fallegum gullhring í morgunsárið, algjört krútt! Eiríkur hafði farið með Þuru frænku í Kringluna í gær og valið handa mömmu sinni afmælisgjöf, kókoskerti, olíu fyrir ?örþreytta? fætur, stein og baðkúlu, öllu pakkað í sellófan með slaufu og korti gerðu af honum ....keypt fyrir útburðarpeningana hans.....þetta var æði.
Ég er alveg í skýjunum og mest yfir því hvað ég á yndislegar systur og fjölskyldu, - leggja það á sig að vakna svona snemma og koma færandi hendi. Dagurinn byrjaði sem sé á kaffi og ylvolgu spetltbrauði. Maður er orðin meir og gamall því ég fær tár í augun þegar ég hugsa um þessa stund.
Verið góð við hvort annað, það er svo gefandi....
GUNNA gamla og meira

mánudagur, september 20, 2004

.................ó mæ God, - minn síðasti dagur á þrítugsaldri,- á miðnætti verð ég fertug ! Djöfull er lífið fljótt að líða. Vildi ég kannski hafa orðið fertug fyrir 20 árum þroskalega séð, fer alltof mikill tími í að vera óþroskaður og vitlaus, - eða hvað ?? Nei það er víst partur af prógramminu að þroskast og læra, - svo lengi sem lifir, - besta mál. Ég sé ekki eftir neinu, er sátt og hamingjusöm, kominn seinni hálfleikur eins og Halla frænka segir. Þessi tímamót koma óumflýjanlega og engar flóttaleiðir til....maður tekur þessu eins og hverju öðru hundsbiti eins og kerlingin sagði.
Guð veri með ykkur

GUNNA

þriðjudagur, september 07, 2004

Sælt veri liðið......Fór á jarðarför nöfnu minnar í Holti með Þuru og pabba á fimmtudaginn, gistum í íbúðinni hennar ömmu og fórum svo á föstudeginum áfram til Þórshafnar. Veður var með afbrigðum gott og Þistilfjörðurinn fagur á að líta. Ég fæ alltaf eitthvert ?nostalgíju-kast? þegar ég kem til Þórshafnar, finnst ég hálfpartinn komin heim, þó ég hafi aldrei átt heima þar nema tvö fyrstu ár ævinnar...........Þarna þekkja allir alla, þarna er alltaf allt á sínum stað, sjoppan, kaupfélagið og Jónsabúð.....að vísu í algjörri niðurníðslu og staðnum til háborinnar skammar. En að öðru,- ég fór á Eyrina (fyrrverandi Hafnarbar) með Birnu minni Mannsa og vorum við einu gestirnir lengi vel, enda göngur á flestum heiðum og skólar nýbyrjaðir. Daginn efir var kjötsúpa í Holti sem Holtssystur elduðu af tærri snilld, síðan var farið að Svalbarði til jarðarfararinnar og erfidrykkja í skólanum á eftir á vegum kvennfélags Þistilfjarðar. Holtskórinn gat ekki stillt sig um að syngja nokkur lög sem vöktu mikinn fögnuð meðal gesta, enda fyrirtaks kór. Eftir erfidrykkju var haldið heim og keyrt í einum spreng til Reykjavíkur og svaf Högnaskottið nánast alla leiðina enda þægasta barn sem ég veit um.
Í gær komu Dísa skvísa og Einar Bjarni í heimsókn og þau eru svo sæt og góð að manni verður ekki um sel.
Jæja vinnan kallar og maður verður að fara stressa sig eitthvað ..........
Gangið á Guðs vegum.
GUNNA