mánudagur, september 20, 2004

.................ó mæ God, - minn síðasti dagur á þrítugsaldri,- á miðnætti verð ég fertug ! Djöfull er lífið fljótt að líða. Vildi ég kannski hafa orðið fertug fyrir 20 árum þroskalega séð, fer alltof mikill tími í að vera óþroskaður og vitlaus, - eða hvað ?? Nei það er víst partur af prógramminu að þroskast og læra, - svo lengi sem lifir, - besta mál. Ég sé ekki eftir neinu, er sátt og hamingjusöm, kominn seinni hálfleikur eins og Halla frænka segir. Þessi tímamót koma óumflýjanlega og engar flóttaleiðir til....maður tekur þessu eins og hverju öðru hundsbiti eins og kerlingin sagði.
Guð veri með ykkur

GUNNA

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home