þriðjudagur, september 21, 2004

Fjörutíu og fyr og flamme...............var vakin með söng í morgun kl 6.55 fyrir utan gluggan, - kíkti út og stóðu þá ekki systur mínar elskulegar og sungu, voru með pakka, ylvolg speltbrauð og kerti (sem ekki logaði á vegna veðurs) ! Ég spratt fram úr rúminu, - og hleypti þeim nú inn og opnaði dýrindis gjafir frá systrum og ma+pa, ekkert smáræðis flott, hvorki meira né minna en heimabíó, armband og 3 mánaða kort í Lagar SPA, - Minn eigin maður gaukaði að mér fallegum gullhring í morgunsárið, algjört krútt! Eiríkur hafði farið með Þuru frænku í Kringluna í gær og valið handa mömmu sinni afmælisgjöf, kókoskerti, olíu fyrir ?örþreytta? fætur, stein og baðkúlu, öllu pakkað í sellófan með slaufu og korti gerðu af honum ....keypt fyrir útburðarpeningana hans.....þetta var æði.
Ég er alveg í skýjunum og mest yfir því hvað ég á yndislegar systur og fjölskyldu, - leggja það á sig að vakna svona snemma og koma færandi hendi. Dagurinn byrjaði sem sé á kaffi og ylvolgu spetltbrauði. Maður er orðin meir og gamall því ég fær tár í augun þegar ég hugsa um þessa stund.
Verið góð við hvort annað, það er svo gefandi....
GUNNA gamla og meira

8 Comments:

At 21. september 2004 kl. 09:31, Blogger Dísa said...

...og ég fékk tár í augun að lesa færsluna!! Frábærar systur og krúttlegasti sonur ever greinilega... Til hamingju með daginn elsku frænka!!! Eigðu nú sem bestan afmælisdag og skemmtilega veislu um helgina, ég verð þar í anda!!

 
At 21. september 2004 kl. 09:33, Blogger thuridur said...

hey þetta er ekki 3 mánaðar kort í laugar spa heldur heilnudd........... sko bara einu sinni...........

 
At 21. september 2004 kl. 14:03, Blogger Silja said...

Innilega til hamingju með daginn frænka, sjáumst hressar og kátar á laugardaginn.

 
At 21. september 2004 kl. 17:29, Blogger B said...

Til hamingju með afmælið sæta fræ. Ég fékk gæsahúð af fegurð færslunnar :D Gott að eiga góðar systur

 
At 22. september 2004 kl. 01:35, Blogger Bergthora said...

Hm, hhmm. Þriggja mánaða kort í heilsurækt - felur þetta ekki í sér smááááá-gagnrýni á útlit og ásigkomulag afmælisbarnsins?
Íslandspóstur skilaði boðskortinu í kassann hjá mér í gær. Betra er nokkuð seint en aldrei.
Til hamingju með afmælið enn og aftur.
Aunt Bekks

 
At 22. september 2004 kl. 08:22, Anonymous Nafnlaus said...

Elsku frænka, til hammara með ammara, þú lengi lifi hipp hipp húrra x40

Þín frænka
Hildigunnur

 
At 22. september 2004 kl. 09:31, Blogger thuridur said...

ég endurtrek...........þetta var ekki 3 mánaðar líkamsræktarkort heldur
HEILNUDD!!!! og hana nú...

 
At 22. september 2004 kl. 09:31, Blogger thuridur said...

ég endurtek...........þetta var ekki 3 mánaða líkamsræktarkort heldur
HEILNUDD!!!! og hana nú...

 

Skrifa ummæli

<< Home