þriðjudagur, september 07, 2004

Sælt veri liðið......Fór á jarðarför nöfnu minnar í Holti með Þuru og pabba á fimmtudaginn, gistum í íbúðinni hennar ömmu og fórum svo á föstudeginum áfram til Þórshafnar. Veður var með afbrigðum gott og Þistilfjörðurinn fagur á að líta. Ég fæ alltaf eitthvert ?nostalgíju-kast? þegar ég kem til Þórshafnar, finnst ég hálfpartinn komin heim, þó ég hafi aldrei átt heima þar nema tvö fyrstu ár ævinnar...........Þarna þekkja allir alla, þarna er alltaf allt á sínum stað, sjoppan, kaupfélagið og Jónsabúð.....að vísu í algjörri niðurníðslu og staðnum til háborinnar skammar. En að öðru,- ég fór á Eyrina (fyrrverandi Hafnarbar) með Birnu minni Mannsa og vorum við einu gestirnir lengi vel, enda göngur á flestum heiðum og skólar nýbyrjaðir. Daginn efir var kjötsúpa í Holti sem Holtssystur elduðu af tærri snilld, síðan var farið að Svalbarði til jarðarfararinnar og erfidrykkja í skólanum á eftir á vegum kvennfélags Þistilfjarðar. Holtskórinn gat ekki stillt sig um að syngja nokkur lög sem vöktu mikinn fögnuð meðal gesta, enda fyrirtaks kór. Eftir erfidrykkju var haldið heim og keyrt í einum spreng til Reykjavíkur og svaf Högnaskottið nánast alla leiðina enda þægasta barn sem ég veit um.
Í gær komu Dísa skvísa og Einar Bjarni í heimsókn og þau eru svo sæt og góð að manni verður ekki um sel.
Jæja vinnan kallar og maður verður að fara stressa sig eitthvað ..........
Gangið á Guðs vegum.
GUNNA

1 Comments:

At 9. september 2004 kl. 16:35, Blogger Dísa said...

Takk sömuleiðis! Já og farðu svo að vinna og hættu að lesa bloggið!

 

Skrifa ummæli

<< Home