þriðjudagur, október 05, 2004

Jeg rejser til Danmark, jeg skal möde mine venner og dem som jeg kender, og dem som jeg ikke kender dem smiler jeg til ! .......
Ég er sum sé að fara til fyriheitna landsins Danmerkur á fimmtudaginn, daginn sem Steinunn og Brynjar eiga saman afmæli !!
Ég er alsæl með afmælið mitt og fannst gaman hvað margir komu til að samgleðjast mér, fékk þvílíku fínu fínu gjafirnar sem ég mun njóta lengi lengi ! Sá helst fram á að hætta að vinna og fara vera í nuddi, andlitsböðum, slökunarböðum og hverskonar dekri næsta árið...vera alvöru fín frú í Grafarholtinu.......hvur veit !? Mér fannst leiðinlegt að Íslandspóstur klúðraði boðskortinu til ömmu og Hlyns, endursendi ömmu kort tvisvar til mín, en ekkert hefur spurst til kortsins hans Hlyns...........ég hef kvartað undan þessu við yfirmann flutningasviðs Íslandspóst, Hannes Guðmundsson, og dró ekkert undan!
Palli frændi á afmæli í dag blessaður , - til hamingju Palli.
Meira seinna, - það er svo mikið að gera í vinnunni að það er ekki einu sinni tími til að vera fyndinn og skemmtilegur á veraldarvefnum svo heitið geti.
Knús til allra lesenda,
GUNNA