fimmtudagur, nóvember 18, 2004

.... - ég komst ekki á minningarstund Einars frænda á föstudaginn, ég var ein með börnin mín heima og Eiríkur þurfti að fara á fótboltaæfingu uppí Árbæ kl 19,00 til 20,30. Þegar ég var að fara sækja Eirík þá kom vinur hans sem var læstur úti og bað um að fá að vera hjá Eiríki þangað til systir hans kæmi heim. Þetta er ofurprúður piltur svo ég tók hann með. Sótti svo Eirík og Jónsa vin hans á æfingu. Foreldrar Jónsa voru á árshátíð svo Jónsi var líka á vergangi og átti í rauninni að vera hjá þeim sem var læstur úti ! Doldið flókið ! Ég fór og keypti flögur og gos og bauð þeim báðum heim með Eiríki og þeir höfðu huggulega stund drengirnir, Eiríkur minn er ekkert sérstaklega vel settur félagslega svo ég greip gæsina, - klukkan var þá orðin 21,00 og Halli enn fyrir norðan að sækja bíl fyrir mömmu sína......kom heim kl 22,00.......þegar maður er mamma þá ræður maður ekki alltaf tímanum sínum sjálfur, það er partur af prógramminu, það er líka mjög gefandi að vera mamma.
Jóhanna spurði mig á dögunum: Hver búði mig til? Ég sagði henni að ég og pabbi bjuggum hana til. Þá spyr hún : notuðuð þið hamar þegar þið voruð að byggja mig ?? Nei sagði ég það gerðum við ekki! Eftir dágóða stund segir hún svo: Viljið þið hafa mig svona ??? Doldið krúttlegt !!!
Ég hugsaði til Jóhönnu og Hildigunnar á föstudagskvöldið og hefði vilja vera með þeim en sendi þeim hlýja strauma, blessuð sé minning Einars frænda.
GUNNA

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Margt er skrítið í hesthausnum !! Við hjónin urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að hryssan okkar, Sletta, eignaðist folald í vor sem var undan hvorki meira né minna bróður ?Orra frá Þúfu? sem er margverðlaunaður gæðingur og ættbókarfærður. Móðir folaldsins var undan ?villihryssu? frá Rauðalæk (ekki ættbókarfærð og var kölluð ?Hallgerður langbrók? vegna mikilla skapsmuna og endaði ævi sína þess vegna sem pizzaálegg á Ítalíu) og ?Riddara frá Skörðugili? sem er líka verðlaunagæðingur og ættbókarfærður. Folaldið var brúnt og voðalega sætt, var á beit með mömmu sinni í sumar í reitnum okkar í sveitinni og sá sem sagt um að slá og bera á jafn óðum sem er óvenju hagstætt og lífræn aðferð við skógrækt !! En við erum ekki hestamenn nema að litlu leyti....við njótum folaldsins með hnífi og gaffli....því nú er folaldið komið í frystikistu vora og bragðast svona líka ljúffenglega!! Við úrbeinuðum sjálf með góðri aðstoð tengdamömmu. Svei mér þá ef það er ekki betra undir tönn svona velættað ! En róleg, - Sletta hefur verið fyljuð aftur og vona á öðru með vorinu.. Mörgum manninum finnst voðalega ógeðslegt að borða folöld sem eru svo sæt, en ég vil minna á : kjúkling, lömb, kálfa og grísi,- eru þetta ekki allt sæt afkvæmi ?? Folaldakjöt er meirt og létt, ekki þungt í maga, virkilega gott á grillið ! Engan tepruskap !! Þetta er gangur lífsins.
Velbekomme,
Gunna

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Góðan daginn blogglesarar....mikið vatn runnið til sjávar fra´síðasta bloggi, heil Danmerkurferð að baki. Alltaf gaman ða koma til Danmerkur, hitti þar Pétur og Steve vini mína og Gullu frænku og hennar fjölskyldu. Við byrjuðum á herragarðinum hjá Pétir og Steve á fimmtudaginn, fórum svo til Köben á föstudaginn, skutumst í Fields sem er stærsta ?moll? í Skandinavíu (Steve kallaði það Killing Fields). Við fórum um kvöldið út að borða með Gullu og Henning á Kóreanskan veitingastað, sátum á gólfinu og borðuðum matinn með prjónum, rosalega gaman. Síðan var árshátíð Fjársýslunnar á laugardagskvöldinu á Gertrudes Kloster sem er ofsalega fallegur og skemmtilegur veitingastaður rétt hjá Kongens have. Það tóku menn á móti okkur með kristalsskál fulla af kampavínsflöskum og klaka og opnuðu þær með sverðum með miklum stíl (voru að vísu orðnir frekar blóðugir undir það síðasta) Það var svo naumt skammtað af sjávarréttasúpu að hún flaut ekki ofaní skeiðina þegar maður setti skeiðina ofaní diskinn. Aðalrétturinn var ljúffengt dádýrakjöt sem var dýrindisgott, en borið framm í stílnum ?skreytt níska?, ísinn var vel sýnilegur með stækkunargleri. Altt var þetta ofurljúffengt en naumt skammtað.
Restina af tímanum var eytt í H og M og víðar, í sumarhúsi Gullu og Hennings út á landi í afslöppun. Var í ótrúlega litlu kaupstuði og keypti t.d. engar jólagjafir sem er nú frekar ólíkt mér eins hagsýn og ég er !!
Meira seinna
GUNNA