fimmtudagur, nóvember 18, 2004

.... - ég komst ekki á minningarstund Einars frænda á föstudaginn, ég var ein með börnin mín heima og Eiríkur þurfti að fara á fótboltaæfingu uppí Árbæ kl 19,00 til 20,30. Þegar ég var að fara sækja Eirík þá kom vinur hans sem var læstur úti og bað um að fá að vera hjá Eiríki þangað til systir hans kæmi heim. Þetta er ofurprúður piltur svo ég tók hann með. Sótti svo Eirík og Jónsa vin hans á æfingu. Foreldrar Jónsa voru á árshátíð svo Jónsi var líka á vergangi og átti í rauninni að vera hjá þeim sem var læstur úti ! Doldið flókið ! Ég fór og keypti flögur og gos og bauð þeim báðum heim með Eiríki og þeir höfðu huggulega stund drengirnir, Eiríkur minn er ekkert sérstaklega vel settur félagslega svo ég greip gæsina, - klukkan var þá orðin 21,00 og Halli enn fyrir norðan að sækja bíl fyrir mömmu sína......kom heim kl 22,00.......þegar maður er mamma þá ræður maður ekki alltaf tímanum sínum sjálfur, það er partur af prógramminu, það er líka mjög gefandi að vera mamma.
Jóhanna spurði mig á dögunum: Hver búði mig til? Ég sagði henni að ég og pabbi bjuggum hana til. Þá spyr hún : notuðuð þið hamar þegar þið voruð að byggja mig ?? Nei sagði ég það gerðum við ekki! Eftir dágóða stund segir hún svo: Viljið þið hafa mig svona ??? Doldið krúttlegt !!!
Ég hugsaði til Jóhönnu og Hildigunnar á föstudagskvöldið og hefði vilja vera með þeim en sendi þeim hlýja strauma, blessuð sé minning Einars frænda.
GUNNA

1 Comments:

At 23. nóvember 2004 kl. 08:20, Anonymous Nafnlaus said...

Þið hafið greinilega vandað ykkur við þetta krútt ;)
Bergþóra fræ

 

Skrifa ummæli

<< Home