þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Góðan daginn blogglesarar....mikið vatn runnið til sjávar fra´síðasta bloggi, heil Danmerkurferð að baki. Alltaf gaman ða koma til Danmerkur, hitti þar Pétur og Steve vini mína og Gullu frænku og hennar fjölskyldu. Við byrjuðum á herragarðinum hjá Pétir og Steve á fimmtudaginn, fórum svo til Köben á föstudaginn, skutumst í Fields sem er stærsta ?moll? í Skandinavíu (Steve kallaði það Killing Fields). Við fórum um kvöldið út að borða með Gullu og Henning á Kóreanskan veitingastað, sátum á gólfinu og borðuðum matinn með prjónum, rosalega gaman. Síðan var árshátíð Fjársýslunnar á laugardagskvöldinu á Gertrudes Kloster sem er ofsalega fallegur og skemmtilegur veitingastaður rétt hjá Kongens have. Það tóku menn á móti okkur með kristalsskál fulla af kampavínsflöskum og klaka og opnuðu þær með sverðum með miklum stíl (voru að vísu orðnir frekar blóðugir undir það síðasta) Það var svo naumt skammtað af sjávarréttasúpu að hún flaut ekki ofaní skeiðina þegar maður setti skeiðina ofaní diskinn. Aðalrétturinn var ljúffengt dádýrakjöt sem var dýrindisgott, en borið framm í stílnum ?skreytt níska?, ísinn var vel sýnilegur með stækkunargleri. Altt var þetta ofurljúffengt en naumt skammtað.
Restina af tímanum var eytt í H og M og víðar, í sumarhúsi Gullu og Hennings út á landi í afslöppun. Var í ótrúlega litlu kaupstuði og keypti t.d. engar jólagjafir sem er nú frekar ólíkt mér eins hagsýn og ég er !!
Meira seinna
GUNNA

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home