miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Margt er skrítið í hesthausnum !! Við hjónin urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að hryssan okkar, Sletta, eignaðist folald í vor sem var undan hvorki meira né minna bróður ?Orra frá Þúfu? sem er margverðlaunaður gæðingur og ættbókarfærður. Móðir folaldsins var undan ?villihryssu? frá Rauðalæk (ekki ættbókarfærð og var kölluð ?Hallgerður langbrók? vegna mikilla skapsmuna og endaði ævi sína þess vegna sem pizzaálegg á Ítalíu) og ?Riddara frá Skörðugili? sem er líka verðlaunagæðingur og ættbókarfærður. Folaldið var brúnt og voðalega sætt, var á beit með mömmu sinni í sumar í reitnum okkar í sveitinni og sá sem sagt um að slá og bera á jafn óðum sem er óvenju hagstætt og lífræn aðferð við skógrækt !! En við erum ekki hestamenn nema að litlu leyti....við njótum folaldsins með hnífi og gaffli....því nú er folaldið komið í frystikistu vora og bragðast svona líka ljúffenglega!! Við úrbeinuðum sjálf með góðri aðstoð tengdamömmu. Svei mér þá ef það er ekki betra undir tönn svona velættað ! En róleg, - Sletta hefur verið fyljuð aftur og vona á öðru með vorinu.. Mörgum manninum finnst voðalega ógeðslegt að borða folöld sem eru svo sæt, en ég vil minna á : kjúkling, lömb, kálfa og grísi,- eru þetta ekki allt sæt afkvæmi ?? Folaldakjöt er meirt og létt, ekki þungt í maga, virkilega gott á grillið ! Engan tepruskap !! Þetta er gangur lífsins.
Velbekomme,
Gunna

3 Comments:

At 10. nóvember 2004 kl. 07:35, Blogger thuridur said...

tek undir með systu, foröld eru bara góð á bragðið og líka sæt before and after.....
nammi nammmmm

 
At 10. nóvember 2004 kl. 13:14, Blogger Silja said...

Mér finnst ógeðslegt að borða hesta, en dóttir mín fékk folaldasnitsel á leikskólanum einu sinni og var mjög sátt, spurði hvort það væri ekki hestur í matinn aftur??

 
At 10. nóvember 2004 kl. 15:47, Blogger Dísa said...

Æi greyið litla sæta folaldið....

 

Skrifa ummæli

<< Home