Ég spilaði fótbolta í Egilshöll !! Knattspyrnuakademían endaði með að foreldrar og börn áttu að spila einn leik. Jú ég búin að vera í 3ja vikna þjálfun, dreif mig með syninum og var skipt eftir kyni í lið. Ég var í vörn, - frekar lítið að gera, en náði þó boltanum einu sinni af Eiríki, en hann tvisvar af mér og var þetta ótrúlega gaman. Stelpur voru yfir 4-5 í lok leiksins og þá báðu strákar um 2 mín framlenginum til að reyna að jafna og afþví konur eru svo góðar við karlmenn leyfðum við það. ? og þeir jöfnuðu bölvaðir, þá vildu þeir aftur framlenginu til að gá virkilega hver ynni og við leyfðum það .................og þeir unnu???.!! Snöff snöff??..en við vorum yfir í leiknum 2-5 mestan part. Þátttekendur á námseiðinu vor ca 20 og við vorum 4 foreldrar sem mættu ! Hvað finnst ykkur um það ?? Ég fór líka á bekkjarfulltrúafund í Ingunnarskóla vegna jólaföndurs á dögunum og eru bekkjarfulltrúar um 40 talsins, - það mættu 6 manns !!
Er foreldrar ekkert að taka þátt í lífi barna sinna, er það kannski almennt í þjóðfélaginu að foreldrar eru með verktaka í málinu (leikskólakenara, kennara, þjálfara, sjálfboðaliða í foreldrafélögum, o.s.frv) ? Hvar er ábyrgðartilfinning foreldra?
Jæja en senn koma jólin og nóg að gera hjá öllum, ég er búin að baka 2 sortir og hugsa ég láti það nægja, - ég ætla ekki að þrífa nema það allra nauðsynlegasta og halda geðheilsu svei mér þá yfir áramót ef ég get. Ég fór á jólatónleika Kvennakórs Hafnarfjarðar og Þrastanna og var það mjög hátíðlegt og gaman, svona á að eyða aðventunni, - tónleikar , upplestur ???.Svo er lokahóf Knattspyrnuakademínunnar í Fífunni um helgina og þá kannski koma Guðni Bergs, Eyjólfur Sverrisson og þessir frægu menn sem eru auglýstir í Akademíunni og ég mæti !! Varið varlega í jólastressinu og njótið aðventunar með þeim sem ykkur þykir vænt um !
GUNNA
Af Fjallabæjarfólki.......
Gunna bloggar úr Grafarholtinu...
miðvikudagur, desember 15, 2004
fimmtudagur, desember 09, 2004
Langt síðan maður hefur bloggað, - engin frammistaða frekar en fyrri daginn....
Ég hef verið frekar upptekin í vinnunni svo það er lítill tími til skrifta og tjáninga....
Eiríkur elsti sonur hjóna er í Knattspyrnuakademíu Íslands í Egilshöll sem er einhver knattspyrnuskóli sem Guðni Bergs, Ásgeir Sigurvinsson og fleiri frægir standa að. Skóli þessi hefst kl 6,30 á morgnana og er til 7,30. Ég hef því notað tíman til að fara í Orkuverið í Egilshöll á meðan og stunda þar líkamsrækt. Þetta er þrekvirki mikið þar sem ég er als ekki morgunmanneskja og enn minni íþróttamanneskja!! En ég finn ég hef gott af þessu og er allt önnur ! Ekki bólar þó á þessum frægu þjálfurum í knattspyrnuskólanum !! En Eiríkur er ánægður og það er fyrir öllu. Í fyrramálið er síðasta skiptið og þá eiga foreldrarnir að koma með og spila fótbolta, - svo það er eins gott að maður hafi verið í þjálfun svo maður verði ekki syninum til skammar. Ég hef sólarhring til að kynna mér fótbolta, - veit hvar markið er og hliðarlínan og búið.....
Halli er í síðasta prófinu í dag, svo er eitt verkefni sem á að skila svo er hann komin í jólafrí í skólanum, en ekki í vinnunni !
Jóhanna kemur sífelt á óvart með skondnum athugasemdum, - síðustu helgi fórum við Halli til móts við Holta- og Landmenn á Örkina og gerðum okkur glaðan dag með góðu fólki, - Sigrún tengdamamma kom úr sveitinni til að passa. Þegar við komum heim daginn eftir þá spurði ég Jóhönnu hvort hún hefði verið þæg hjá ömmu sinni og þá hugsaði hún sig um svolitla stund og sagði svo: munnurinn minn segir já !!
Óttar neitar að segja almennilegt R þrátt fyrir 20 tíma í talþjálfun,- honum finnst ljótt að tala svona en segir bara R hjá talþjálfaranum!! Úff,-
Annars hefur aðventan verið furðu róleg, - fór á upplestur hjá Kvennréttindafélagi Íslands þann 1. desember og var það voðalega gaman, - ég hef aldrei farið á upplestur áður og var þetta hrein upplifun.
Jæja vinnan kallar og engin miskun hjá JB !! Gangið á Guðs vegum og njótið aðventunnar á sem rólegastan hátt.
GUNNA