Ég spilaði fótbolta í Egilshöll !! Knattspyrnuakademían endaði með að foreldrar og börn áttu að spila einn leik. Jú ég búin að vera í 3ja vikna þjálfun, dreif mig með syninum og var skipt eftir kyni í lið. Ég var í vörn, - frekar lítið að gera, en náði þó boltanum einu sinni af Eiríki, en hann tvisvar af mér og var þetta ótrúlega gaman. Stelpur voru yfir 4-5 í lok leiksins og þá báðu strákar um 2 mín framlenginum til að reyna að jafna og afþví konur eru svo góðar við karlmenn leyfðum við það. ? og þeir jöfnuðu bölvaðir, þá vildu þeir aftur framlenginu til að gá virkilega hver ynni og við leyfðum það .................og þeir unnu???.!! Snöff snöff??..en við vorum yfir í leiknum 2-5 mestan part. Þátttekendur á námseiðinu vor ca 20 og við vorum 4 foreldrar sem mættu ! Hvað finnst ykkur um það ?? Ég fór líka á bekkjarfulltrúafund í Ingunnarskóla vegna jólaföndurs á dögunum og eru bekkjarfulltrúar um 40 talsins, - það mættu 6 manns !!
Er foreldrar ekkert að taka þátt í lífi barna sinna, er það kannski almennt í þjóðfélaginu að foreldrar eru með verktaka í málinu (leikskólakenara, kennara, þjálfara, sjálfboðaliða í foreldrafélögum, o.s.frv) ? Hvar er ábyrgðartilfinning foreldra?
Jæja en senn koma jólin og nóg að gera hjá öllum, ég er búin að baka 2 sortir og hugsa ég láti það nægja, - ég ætla ekki að þrífa nema það allra nauðsynlegasta og halda geðheilsu svei mér þá yfir áramót ef ég get. Ég fór á jólatónleika Kvennakórs Hafnarfjarðar og Þrastanna og var það mjög hátíðlegt og gaman, svona á að eyða aðventunni, - tónleikar , upplestur ???.Svo er lokahóf Knattspyrnuakademínunnar í Fífunni um helgina og þá kannski koma Guðni Bergs, Eyjólfur Sverrisson og þessir frægu menn sem eru auglýstir í Akademíunni og ég mæti !! Varið varlega í jólastressinu og njótið aðventunar með þeim sem ykkur þykir vænt um !
GUNNA
Af Fjallabæjarfólki.......
Gunna bloggar úr Grafarholtinu...
1 Comments:
Já er alveg sammála þér... hvar eru foreldrara eiginlega.... en það var fallegt af þér og þínum að koma á tónleikana, svo ertu ótrúlega dugleg að taka þátt í þessum fótbolta hjá Eiríki, er stolt af þér, en svona til gamans hef ég bakað 4 sortir og piparkökudeigið bíður eftir bræðrum í ísskápnum......:)
Skrifa ummæli
<< Home