fimmtudagur, desember 09, 2004

Langt síðan maður hefur bloggað, - engin frammistaða frekar en fyrri daginn....
Ég hef verið frekar upptekin í vinnunni svo það er lítill tími til skrifta og tjáninga....
Eiríkur elsti sonur hjóna er í Knattspyrnuakademíu Íslands í Egilshöll sem er einhver knattspyrnuskóli sem Guðni Bergs, Ásgeir Sigurvinsson og fleiri frægir standa að. Skóli þessi hefst kl 6,30 á morgnana og er til 7,30. Ég hef því notað tíman til að fara í Orkuverið í Egilshöll á meðan og stunda þar líkamsrækt. Þetta er þrekvirki mikið þar sem ég er als ekki morgunmanneskja og enn minni íþróttamanneskja!! En ég finn ég hef gott af þessu og er allt önnur ! Ekki bólar þó á þessum frægu þjálfurum í knattspyrnuskólanum !! En Eiríkur er ánægður og það er fyrir öllu. Í fyrramálið er síðasta skiptið og þá eiga foreldrarnir að koma með og spila fótbolta, - svo það er eins gott að maður hafi verið í þjálfun svo maður verði ekki syninum til skammar. Ég hef sólarhring til að kynna mér fótbolta, - veit hvar markið er og hliðarlínan og búið.....
Halli er í síðasta prófinu í dag, svo er eitt verkefni sem á að skila svo er hann komin í jólafrí í skólanum, en ekki í vinnunni !
Jóhanna kemur sífelt á óvart með skondnum athugasemdum, - síðustu helgi fórum við Halli til móts við Holta- og Landmenn á Örkina og gerðum okkur glaðan dag með góðu fólki, - Sigrún tengdamamma kom úr sveitinni til að passa. Þegar við komum heim daginn eftir þá spurði ég Jóhönnu hvort hún hefði verið þæg hjá ömmu sinni og þá hugsaði hún sig um svolitla stund og sagði svo: munnurinn minn segir já !!
Óttar neitar að segja almennilegt R þrátt fyrir 20 tíma í talþjálfun,- honum finnst ljótt að tala svona en segir bara R hjá talþjálfaranum!! Úff,-
Annars hefur aðventan verið furðu róleg, - fór á upplestur hjá Kvennréttindafélagi Íslands þann 1. desember og var það voðalega gaman, - ég hef aldrei farið á upplestur áður og var þetta hrein upplifun.
Jæja vinnan kallar og engin miskun hjá JB !! Gangið á Guðs vegum og njótið aðventunnar á sem rólegastan hátt.
GUNNA

1 Comments:

At 10. desember 2004 kl. 16:05, Blogger Dísa said...

Úff... mér finnst þið mæðginin stunda líkamsrækt á afar ókristilegum tíma...!!
Kveðjur í stressið hjá JB.... ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home