miðvikudagur, janúar 26, 2005

Fegrunarhelgi framundan og veitir ekki af...............er að fara í bústaði tvo með litunarklúbbnum, - það eru við frænkurnar í móðurætt sem hittumst reglulega og litum á okkur augnhár og brúnir. Nú er sum sé meiningin að fara á Flúði og verja helginni í hverskonar fegrun, - það á að setja á sig maska, lita brúnir og brár, reyta kálfa og kantskera, ef til vill lita höfuðhárin.... Skipulögð dagskrá er allan tíman, heilsugöngur, pottferðir og kvöldvaka með tilheyrandi glaumi og gleði. Þáttaka er gífurleg og við verðum samtals 12 gellur svo ekki mun okkur leiðast. Ég hlakka mikið til enda ekki farið í húsmæðraorlof í mörg mörg mörg ár, ef nokkurn tíma. Svo kemur maður endurnærður og undurfagur heim á sunnudegi.............yfirskrift ferðarinnar er nefnilega : förum ljótar - komum sætar !! ha ha ha ............
adjö
GUNNA

sunnudagur, janúar 23, 2005

Nú er frost á Fróni, frýs í æðum blóð?þorrinn blessaður skollin á með sínum súru pungum og bringukollum. Helv?..er maður latur að blogga !!! jæja en ??.Tvö til þrjú þorrablót framundan og mikið fjör. Aðalblótið er 19. febrúar, síðasta dag þorra, - svokallað Holtamannablót og er að Laugarlandi í Holta- og landssveit. Lýtingsstaðir sjá um skemmtiatriði ásamt einhverjum öðrum bæjum og þess vegna finnst manni þetta enn meira spennandi en ella. Mér finnst alveg óskaplega gaman að fara í sveitina og eiga góða stund með þvi góða fólki sem þar býr.
Ég gaukaði koníaskpela að bónda mínum á bóndadaginn og varð hann að vonum glaður. Pabbi bauð í mat á Laugarvatn í gær og var mamma stödd þar og eldaði tvö læri, - og þar sem tvö læri koma saman þar er gaman !!! Ís á eftir og allt, - við mættum allar systur með okkar maka og börn og var fjörið eftir því. Pabbi er sem sagt fluttur í gamla hérann, - héraðsskólan á Laugarvatni, fallega reisulega húsið með burstunum. Þetta er miklu betri íbúð en hann var í, björt og hlýleg.
Það er alltaf meira og meira að gera í vinnunni og stundum skil ég ekki hvernig maður á að komast yfir þetta allt, - ég hef reynt að vinna ekki yfirvinnu því í mínum huga er það bara fórn á einkalífi og ekkert annað?ég fæ miklu meira út úr því að vera heima með fjölskyldunni en að hamast í einhverjum pappírsbunkun sem vaxa jafnóðum aftur. Þetta mællist illa fyrir í vinnunni og þykir sjálfsagt að maður vinni á kvöldin og um helgar í ógreiddri yfirvinnu ?Úffedí púff?..
Jæja verð að fara mæla Jóhönnu sem var með 40 stiga hita fyrir 1 klst síðan.
Gangið á Guðs vegum,
GUNNA

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Gleðileg Jól og farsælt komandi ár, þakka allt gamalt og gott á liðnu ári..........nú eru jólin að mestu afstaðin og nýtt ár blasir við, fullt af möguleikum og skemmtilegum stundum. Ég fór að vísu lasin yfir áramótin, var sem sagt "flíspeysuljót" heima frá 28. des þar til í dag. Hef haft ósköp lítinn hita en verið mjög slöpp, óglatt og með mikinn hósta. Afar óheppilegt þegar áramót eru aðaltími hlutafélaga í uppgjörum og talningum og afstemmingum...... Jóhanna var líka veik, fór ekkert í leikskólan frá miðjum des þar til á nýja árinu.
Jólin voru róleg og góð hjá okkur í Gesilanum, börnin afskaplega þæg og glöð með þetta allt saman. Við snæddum dádýr frá Nýja Sjálandi og bragðaðist það bara vel þó rjúpan sé enn númer 1. Í eftirmat var svo dýrindis hrísgrjónarönd með karamellusósu sem mamma hefur gert á jólum síðan 1962 held ég og er nammi namm..........Jólaboð á Lýtingsstöðum á jóladag með tilheyrandi Púkk-spili, heimareyktu hangikjöti (sem var meiri háttar) og gúmmulaði, og svo jólaboð hjá Þuru syst á annan og var þar ekki á kot vísað í leikjum og veitingum.
Ég hef sjaldan verið svona róleg fyrir jól og tekið þessu öllu með jafnaðargeði, engin panik eða neitt, þó jólin væru óvenju stutt fyrir vinnandi fólk. Skil ekki afhverju það er ekki bara lokað einhverja daga milli jóla og áramóta þegar jólin koma svona upp, en menn verða að græða græða græða peninga handa ríka fólkinu og engin slaki gefinn.
Gagnið á Guðs vegum á nýju ári,
GUNNA