miðvikudagur, janúar 26, 2005

Fegrunarhelgi framundan og veitir ekki af...............er að fara í bústaði tvo með litunarklúbbnum, - það eru við frænkurnar í móðurætt sem hittumst reglulega og litum á okkur augnhár og brúnir. Nú er sum sé meiningin að fara á Flúði og verja helginni í hverskonar fegrun, - það á að setja á sig maska, lita brúnir og brár, reyta kálfa og kantskera, ef til vill lita höfuðhárin.... Skipulögð dagskrá er allan tíman, heilsugöngur, pottferðir og kvöldvaka með tilheyrandi glaumi og gleði. Þáttaka er gífurleg og við verðum samtals 12 gellur svo ekki mun okkur leiðast. Ég hlakka mikið til enda ekki farið í húsmæðraorlof í mörg mörg mörg ár, ef nokkurn tíma. Svo kemur maður endurnærður og undurfagur heim á sunnudegi.............yfirskrift ferðarinnar er nefnilega : förum ljótar - komum sætar !! ha ha ha ............
adjö
GUNNA

3 Comments:

At 2. febrúar 2005 kl. 11:53, Blogger B said...

Mmmmmmm hljómar vel. Vonandi var gaman.
kveðja Bergþóra fræ

 
At 10. febrúar 2005 kl. 15:34, Blogger Silja said...

Greinilega fegrunarhelgi hjá þér ansi margar helgar í röð :)

 
At 26. desember 2019 kl. 03:40, Blogger ركن المثالية said...

شركة تنظيف سجاد بالدمام

 

Skrifa ummæli

<< Home