Nú er frost á Fróni, frýs í æðum blóð?þorrinn blessaður skollin á með sínum súru pungum og bringukollum. Helv?..er maður latur að blogga !!! jæja en ??.Tvö til þrjú þorrablót framundan og mikið fjör. Aðalblótið er 19. febrúar, síðasta dag þorra, - svokallað Holtamannablót og er að Laugarlandi í Holta- og landssveit. Lýtingsstaðir sjá um skemmtiatriði ásamt einhverjum öðrum bæjum og þess vegna finnst manni þetta enn meira spennandi en ella. Mér finnst alveg óskaplega gaman að fara í sveitina og eiga góða stund með þvi góða fólki sem þar býr.
Ég gaukaði koníaskpela að bónda mínum á bóndadaginn og varð hann að vonum glaður. Pabbi bauð í mat á Laugarvatn í gær og var mamma stödd þar og eldaði tvö læri, - og þar sem tvö læri koma saman þar er gaman !!! Ís á eftir og allt, - við mættum allar systur með okkar maka og börn og var fjörið eftir því. Pabbi er sem sagt fluttur í gamla hérann, - héraðsskólan á Laugarvatni, fallega reisulega húsið með burstunum. Þetta er miklu betri íbúð en hann var í, björt og hlýleg.
Það er alltaf meira og meira að gera í vinnunni og stundum skil ég ekki hvernig maður á að komast yfir þetta allt, - ég hef reynt að vinna ekki yfirvinnu því í mínum huga er það bara fórn á einkalífi og ekkert annað?ég fæ miklu meira út úr því að vera heima með fjölskyldunni en að hamast í einhverjum pappírsbunkun sem vaxa jafnóðum aftur. Þetta mællist illa fyrir í vinnunni og þykir sjálfsagt að maður vinni á kvöldin og um helgar í ógreiddri yfirvinnu ?Úffedí púff?..
Jæja verð að fara mæla Jóhönnu sem var með 40 stiga hita fyrir 1 klst síðan.
Gangið á Guðs vegum,
GUNNA
Af Fjallabæjarfólki.......
Gunna bloggar úr Grafarholtinu...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home