Góðir lesarar,
já maður er ekki alveg að standa sig í bloggskrifum þessa dagana, enda í mörgu að snúast á þessum árstíma hér í fjallabænum. Öll börnin hafa nú átt afmæli, Óttar fyrstu á bjórdaginn 1. mars og er hann núna 6 ára gamall blessaður, með brúnu augun sín og rólega skap. Haldið var uppá afmælið með fótboltaköku og fjölda vina og ættingja, Óttar er nefnilega frekar vinsæll hérna í hverfinu og eru undantekningalaust einhverjir strákar í heimsókn á hverjum degi hjá honum, nema aftakaveður hamli því bókstaflega, þó hafa fokið hingað hörðustu naglar.......
Næst kom Jóhanna Sigrún 4. apríl og varð hún 4 ára prinsessa og fannst það ekki leiðinlegt. Þá var bleik barbíkaka sem stúlkan skreytti sjálf og var mjög hreykin af, enda stóð barbídúkka með ofurbrjóst og í stuttum bleikdoppóttum kjól í miðri tertunni !! Hún hafði fengið neðanþvott og fótsnyrtingu áður en henni var stungið í kökuna, - tek það fram !! Hún var alsæl með afmælið sitt og ánægð.
Eiríkur var svo síðastur á föstudaginn var ,13 ára gamall, og þá komu 11 strákar í afmæli, átu snakk og gláptu á vídeó, átu pizzu, ropuðu og fengu svo nammi, - fóru svo loks í fótbolta útá gerfigrasvöll og djöfluðust þar til kla 21,30 og voru þá allir alsælir og glaðir með daginn.
Já maður er alltaf voða glaður þegar afmæli takast vel og afmælisbörnin eru ánægð með sig og sitt.....
Fjölskyldan bókaði ferð til Spánar í gær, - 2 vikna ferð til Torreveija, þar leigjum við íbúð með aðgangi að sundlaug, leigjum bíl og slöppum af. Ég sá fyrir mér að ef við yrðum heima þá færum við að helluleggja, setja í loftin eða puða eitthvað og gelymum að slappa af og njóta lífsins.....mæta svo aftur í vinnuna kúguppgefin.....svo af stað skal haldið í sól og sumaryl. Get ekki beðið eftir sumrinu, fara í útilegur, vera úti á svölum eða útí garði,- ég hlakka svo til........
knús
GUNNA
Af Fjallabæjarfólki.......
Gunna bloggar úr Grafarholtinu...
2 Comments:
Til hamingju með öll afmælisbörnin :) Hvenær á svo að fara til Spánar? Torrevieja er nú aðeins of langt frá Barcelona fyrir minn smekk!
loksins fórstu að blogga buddanðín!!!
Skrifa ummæli
<< Home