fimmtudagur, maí 26, 2005

Góðir hálsar,
Langt er síðan maður hefur bloggða ó mæ god.....enda lítlu frá að segja. Jú mamma varð 60 ára þann 13. maí og var efnt til veislu mikillar þar sem fjöldi manns kom saman og skemmti sér hið besta. Þar söng ég í fyrsta sinn á sviði á minni ævi og svei mér þá ég fíla það bara vel. Verra var að lenda í partýi á eftir og koma seint og illa heim og eyðileggja daginn eftir svo gjörsamlega........en það kemur ekki oft fyrir svo ég á örugglega ennþá örugga vist á himnum ......eða hvað ??
Sonur minn varð unglingur síðustu helgi, fór í Kringluna með strætó seinnipart föstudags og keypti sér hettupeysu með hauskúpu á, svitaband sem á stóð ?School is shit?, geilsadisk með Velvet revolver og myndband með ACDC, fór á Subway og fékk sér sjeik. Þetta greiddi hann allt saman sjálfur uppúr sínum úttroðnu vösum, enda búin að bera út Fréttablaðið hörðum höndum um langa hríð. Við splæstum svo í rándýrar og fínar buxur úr Mótor til að fullkomna lúkkið. Hann var voðalega ánægður með sig og mér finnst hann vera sætasti unglingur sem ég hef séð og með sama tónlistarsmekk og mamma sín.....lúkkið komið en attitjúdið í mótun...Guð hjálpi mér þá!!
Gangið á Guðs vegum..
GUNNA