miðvikudagur, september 21, 2005

21. september og ég er orðin 41 árs gömul, - fer að teljast með gömlum frænkum....eða hvað ? Erfitt var að verða 40 ára en 41 er mjög skrítin tilfinning. Tíminn líður svo hratt, hann líður alltaf hraðar og hraðar, -
Fullt af pökkum frá fjölskylunni í morgun, opnaði einn og var í honum rauð dúnúlpa sem ég mun skarta í vetur í kulda og skefrenningi, nú er það liðin tíð að maður norpi helblár í smart jakka og flegnum bol um hávetur. Ég hef ekki átt úlpu í mörg ár svo ég hlakka til vetrarins hugsið ykkur. Í gær fóru Halli og Jóhanna í Smáralind til að verlsa afmælisgjöf handa mér en Óttar var hjá vini sínum og Eiríkur einhversstaðar úti. Eftir kvöldmat segir Halli við Óttar og Jóhönnu hvort þau vilji ekki gera kort á pakkana og þá segir Óttar , - ég keypti engan pakka, Jú segir Jóhanna, Óttar sagði þá, ég veit ekki hvað er í honum ! Þá segir Jóhanna, það eru náttskór, - og þegar hún hefur sleppt orðinu sá hún að sér vegna þess hún sat í fanginu á mér, greip um munninn og fór að hágráta, svo leiðinlegt fannst henni að hafa misst þetta út úr sér..........maður getur nú ekki annað en brosað inní sér og huggað svona fallega sál...ég verð að vera steinhissa þegar ég opna pakkan með náttskónum...
Ég var svo í gærkvöldi að baka marengsa, steikja, sjóða og mauka grænmeti í súpu og baka súkkulaðiköku handa yngri kynslóðinni.
I love my life !!
GUNNA

1 Comments:

At 22. september 2005 kl. 01:52, Anonymous Nafnlaus said...

Gleymdi að senda þér hamingjuóskapóst í gær. Til lukku með afmælið þótt seint sé! Hún lengi lifi! Húrra x 4!
Aunt Bekks

 

Skrifa ummæli

<< Home