mánudagur, nóvember 28, 2005

Klukk klukk.......5 staðreyndir um sjálfa mig , - allt of seint, leikurinn örugglega löngu búin.....................jú ég er óstundvís, vesenisti, flækjufótur, óákveðin og með ákvarðanakvíða, það eru fimm staðreyndir, allar neikvæðar, það gengur ekki, - ég ætla að hafa þær allar jákvæðar, er það ekki miklu skemmtilegra ? Staðreyndirnar eru ekki í neinni röð eftir mikilvægi, enda allar jafn mikilvægar.

1. Ég samviskusöm og líður best þegar ég er nýbúið að taka til heima hjá mér eða að nýloknu verki, þrífst best í hreinu umhverfi og vil hafa reglu á hlutunum í kringum mig, þoli illa óreiðu enda meyja fram í fingurgóma að því leiti, finnst óþolandi þegar fólk gengur illa um.
2. Ég er algjör Íslandsfan, - ég elska Ísland og þegar ég heyri ljóð og lög um landið mitt sungið af t.d. kór eða einsöngvara þá fæ ég stóran kökk í hálsinn og tárast jafnvel, blessuð sértu sveitin mín, hver á sér fegra föðurland, ó land vors Guðs o.s.fvr... ég fyllist lotningu yfir lágvöxnu grasi á hálendinu og veðravítum og ég dáist að litum fjallana, ég elska sveitir landins og mannlífið þar......(er ekki á neinu !!).
3. Ég elska heitt bað með ilmolíum eða nærandi baðsalti og kertaljósi, verð að komast í baðker a.m.k. 5 sinnum í viku. Þetta er mín slökun, mín stund.
4. Ég elska danska sjónvarpsþætti og bíómyndir og þá svara ég ekki í síman eða er til viðtals yfirhöfuð.
5. Númer 5 er staðreynd sem er mjög dulin, meira segja mér.....mér finnst gott að vera ein, hlusta á Söru Brightman og lesa góða bók.

Þá vitið þið það !!! Ég klukka Agnetu, Júlíönu og Sigrúnu Sól....

2 Comments:

At 17. desember 2005 kl. 08:02, Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir klukkið frænka.
Kveðja Júlíana

 
At 4. janúar 2006 kl. 20:56, Blogger eddhunor11205173 said...

I read over your blog, and i found it inquisitive, you may find My Blog interesting. My blog is just about my day to day life, as a park ranger. So please Click Here To Read My Blog

 

Skrifa ummæli

<< Home