Gleðilega páksa, - já börnin sitja og horfa á barnaefnið og borða sín egg af miklum móð, vöknuðu klukkan 8.00 og fundu sín egg glöð og ánægð. Eggin voru falin í gærkvöldi þó með erfiðismunum því helv.... eggin eru í svo brakandi sellófani að það er ekki nokkur leið að laumast um með þau. Held ég eigi þægustu börn í heimi, ég sagði þeim í gærkvöldi að páksahérinn feldi eggin þeirra og þau sögðu að þau vissu alveg að við Halli værum páskahérarnir og þess vegna varð ég að hoppa eins og héri í gærkvöldi eftir lesturinn og bænirnar, - mjög gaman. Ég sagði þeim líka að þau yrðu að borða morgunmat áður en þau borðuðu eggin sín og það gerðu þau orðalaust í morgun.
Eiríkur fermignardrengur er þó hinn rólegasti en vill fara skoða fjölskyldualbúmin til að þekkja fólkið sem kemur í ferminguna...ætli dagurinn fari ekki í það. Ef ekki væru fermingarveislur myndi enginn unglingur þekkja ættingja sína svei mér þá.
Ég ráfaði um í Smáralind í gær til að finna mér leppa fyrir fermignuna, einkendist ferðin af því að toga í litlar flíkur á herðatrjám með vanþóknunarsvip, tilheyrandi stunum og andvörpum, paufast sveitt og geðill í allt of þröngum mátunarklefum, jesúsa sig yfir eigin vaxtarlagi sem er ekki í líkingu við Cindy Crawford, og als ekki í líkingu við sniðin í búðunum. Ég stefni á að móta nýtt hugarfar og vera mætt strax aftur á þriðjudagsmorgun galvösk....ég er eins og ég er og verð bara að sætta mig við þau ósköp.
Guð blessi ykkur og gleðilega páksa !
GUNNA
Af Fjallabæjarfólki.......
Gunna bloggar úr Grafarholtinu...